Fara í efni

Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2109208

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 30.09.2021

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 er hafin.

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að halda málinu áfram.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 20.10.2021

Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir deildir Skagafjarðarveitna er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega. Drög að gjaldskrám fyrir hitaveitu og kalt vatn kynntar og ræddar. Huga þarf að rekstri veitnanna síðustu árin og þeirri staðreynd að notendum er stöðugt að fjölga. Einnig þarf að styrkja kaldavatnsveitu á Sauðárkróki.

Ljóst er að talverðra framkvæmda er þörf á næstu árum hjá Skagafjarðarveitum. Veitunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn veitnanna að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum á stækkun og útbreiðslu veitnanna.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 83. fundur - 25.11.2021

Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gert ráð fyrir bættri afkomu veitnanna og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi.

Áætlunin lögð fram og samþykkt.

Árni Egilsson sat undir þessum lið.