Fara í efni

Framkvæmdaráð - málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2109245

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021

Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki.
Þorvaldur Gröndal, Erla Hrund Þórarinsdóttir og Guðrún Jónsdóttir véku af fundi eftir þennan lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 984. fundur - 07.10.2021

Lögð fram eftirfarandi bókun frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. september 2021:
"Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki."
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að senda bréf til sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahrepps um stofnun nýrrar húsnæðisstjárfseignarstofnunar vegna þessa verkefenis.