Samráð; Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Málsnúmer 2109289
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 983. fundur - 29.09.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 986. fundur - 20.10.2021
Málið áður á dagskrá 983. fundar byggðarráðs þann 29. september 2021. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður fundarins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður fundarins.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 222. fundur - 21.10.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Með tilvísun í bókun byggðarráðs frá því 20. október 2021 vegna þessa máls samþykkir landbúnaðarnefnd að fela Kára Gunnarssyni að koma athugasemdum landbúnaðarnefndar á framfæri við sveitarstjóra sem sendir inn umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Með tilvísun í bókun byggðarráðs frá því 20. október 2021 vegna þessa máls samþykkir landbúnaðarnefnd að fela Kára Gunnarssyni að koma athugasemdum landbúnaðarnefndar á framfæri við sveitarstjóra sem sendir inn umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 223. fundur - 15.11.2021
Lögð fram til kynningar umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu (mál nr. 184/2021). Málið áður á dagskrá 222. fundar landbúnaðarnefndar þann 21. október 2021.