Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021
Málsnúmer 2110188Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn gengur út á að hækka fjárfestingaframlag til eignasjóðs vegna fasteignakaupa um 125.198 þús.kr. Gert er ráð fyrir að fjarmagna viðaukann með lántöku.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og einnig tók Baldvin Jónbjarnarson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð telur að markmið með hreinsunaraðgerðunum eigi að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum muni leiða til langvarandi rasks á svæðinu. Því eigi að fjarlægja allan mengaðan jarðveg og meðhöndla hann á viðeigandi hátt þar sem aðstæður eru góðar, svo sem bent hefur verið á af hálfu verkfræðistofu. Í þessu sambandi skal bent á að á meðan Umhverfisstofnun hefur enn ekki leitast við að upplýst verði hve mikið af olíu hafi runnið úr hinum leka eldsneytistanki sé örðugt að hafa fullt traust á hreinsunarfyrirmælum stofnunarinnar sem lúta einungis að hluta útbreiðslusvæðis mengunarinnar.
Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að Umhverfisstofnun hafi ætíð samráð við sveitarfélagið þegar fjallað er um hagsmuni þess sem eiganda lands og mannvirkja á svæðinu, en á því hafi orðið misbrestur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við úrbótaáætlun í samræmi við athugasemdir verkfræðistofunnar Eflu og koma framangreindum kröfum sveitarfélagsins á framfæri, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins og með vísan til ráðlegginga Eflu. Mikilvægt er að allur réttur sé áskilinn til frekari kröfugerðar.
Byggðarráð telur að markmið með hreinsunaraðgerðunum eigi að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum muni leiða til langvarandi rasks á svæðinu. Því eigi að fjarlægja allan mengaðan jarðveg og meðhöndla hann á viðeigandi hátt þar sem aðstæður eru góðar, svo sem bent hefur verið á af hálfu verkfræðistofu. Í þessu sambandi skal bent á að á meðan Umhverfisstofnun hefur enn ekki leitast við að upplýst verði hve mikið af olíu hafi runnið úr hinum leka eldsneytistanki sé örðugt að hafa fullt traust á hreinsunarfyrirmælum stofnunarinnar sem lúta einungis að hluta útbreiðslusvæðis mengunarinnar.
Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að Umhverfisstofnun hafi ætíð samráð við sveitarfélagið þegar fjallað er um hagsmuni þess sem eiganda lands og mannvirkja á svæðinu, en á því hafi orðið misbrestur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við úrbótaáætlun í samræmi við athugasemdir verkfræðistofunnar Eflu og koma framangreindum kröfum sveitarfélagsins á framfæri, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins og með vísan til ráðlegginga Eflu. Mikilvægt er að allur réttur sé áskilinn til frekari kröfugerðar.
3.Kaup á fasteign að Faxatorgi
Málsnúmer 2110142Vakta málsnúmer
Lagður fram kaupsamningur milli Arion banka hf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um alla fasteignina Faxatorg 1, Sauðárkróki. Kaupverð fasteignarinnar er samtals 230 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan kaupsamning.
4.Húsaleigusamningur vegna leikskólans Birkilundar
Málsnúmer 2108122Vakta málsnúmer
Lagður fram ótímabundinn húsaleigusamningur á milli Kaupfélags Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um húsnæði undir starfsemi leikskóla í Varmahlíð, samtals 215,8 m2. Leikskólinn Birkilundur hefur verið með starfsemi í fasteigninni en verið er að auka við rýmið sem nemur 80 fermetrum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan leigusamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan leigusamning.
5.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla
Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Valur Valsson verkefnastjóri og fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Guðlaugur Skúlason og Högni Gylfason. Einnig tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, Páll Höskuldsson starfsmaður Eflu verkfræðistofu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6.Drög að breytingarreglugerð í Samráðsgátt - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Málsnúmer 2110066Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 985. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 6. október 2021 varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarfélögum og öðrum hagaðilum er veitt færi á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum vegna breytingarinnar í Samráðsgátt til lok dags 20. október 2021.
7.Samráð; Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Málsnúmer 2109289Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 983. fundar byggðarráðs þann 29. september 2021. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður fundarins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður fundarins.
8.Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - beiðni um útkomuspá 2021 og fjárhagsáætlun 2022
Málsnúmer 2110121Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Með tilvísun til 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011, óskar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2021 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 sem er lögð fyrir sveitarstjórn í lok október skv. 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnalaga.
Fundi slitið - kl. 14:15.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2110188 - Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021, á dagskrá með afbrigðum.