Fara í efni

Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109314

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 985. fundur - 13.10.2021

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn inniheldur launaleiðréttingar vegna aukins álags og vanmönnunar m.a. vegna Covid-19, veikinda og styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki sem nema um 162,7 mkr. Tekjur eru leiðréttar um 194,6 mkr. til hækkunar nettó. Þar af hækkun útsvars um 65 mkr., endurgr. sveitarf. vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks 28,7 mkr. Framlag Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðs fólks er lækkað um 28,7 mkr. til samræmis við áætlun sjóðsins (útg.2) og útgjaldajöfunarframlag hækkað um 32 mkr. Annar rekstrarkostnaður hækkaður um 29,3 mkr., þar af eru sorpmál hækkuð um 22 mkr., snjómokstur um 9 mkr. og umhverfismál 13,5 mkr., aðallega vegna jarðfalls í Varmahlíð. Einnig eru NPA samningar lækkaðir um 13 mkr. og ýmiss annar kostnaður lækkaður um 2,8 mkr. Fjármagnsliðir hækkaðir um 54,7 mkr. vegna mun hærri verðbólgu en lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdafé eignasjóðs lækkað um 7,2 mkr. og fjármagn fært á milli framkvæmda. Fjárfestingafé hafnarsjóðs er hækkað um 17 mkr. og fé flutt á milli verkefna. Nettó breyting á fjárfestingum er til hækkunar um 9,8 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum fjárútgjöldum með hækkun skammtímaskulda um 54 mkr. annars vegar og hins vegar með lækkun á handbæru fé um 15,5 mkr.
Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Vísað frá 985. fundi byggðarráðs þann 23. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn inniheldur launaleiðréttingar vegna aukins álags og vanmönnunar m.a. vegna Covid-19, veikinda og styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki sem nema um 162,7 mkr. Tekjur eru leiðréttar um 194,6 mkr. til hækkunar nettó. Þar af hækkun útsvars um 65 mkr., endurgr. sveitarf. vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks 28,7 mkr. Framlag Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðs fólks er lækkað um 28,7 mkr. til samræmis við áætlun sjóðsins (útg.2) og útgjaldajöfunarframlag hækkað um 32 mkr. Annar rekstrarkostnaður hækkaður um 29,3 mkr., þar af eru sorpmál hækkuð um 22 mkr., snjómokstur um 9 mkr. og umhverfismál 13,5 mkr., aðallega vegna jarðfalls í Varmahlíð. Einnig eru NPA samningar lækkaðir um 13 mkr. og ýmiss annar kostnaður lækkaður um 2,8 mkr. Fjármagnsliðir hækkaðir um 54,7 mkr. vegna mun hærri verðbólgu en lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdafé eignasjóðs lækkað um 7,2 mkr. og fjármagn fært á milli framkvæmda. Fjárfestingafé hafnarsjóðs er hækkað um 17 mkr. og fé flutt á milli verkefna. Nettó breyting á fjárfestingum er til hækkunar um 9,8 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum fjárútgjöldum með hækkun skammtímaskulda um 54 mkr. annars vegar og hins vegar með lækkun á handbæru fé um 15,5 mkr.
Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.