Fara í efni

Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2109379

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 984. fundur - 07.10.2021

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. september 2021 varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.Óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1001. fundur - 02.02.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar fundargerð umræðufundar um landsbyggðar hses þann 26. janúar 2022. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur aukins samstarfs sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
Í samræmi við niðurstöðu fundarins stefna HMS og sambandið að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1002. fundur - 09.02.2022

Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022

Vsað frá 1002. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.