Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Málsnúmer 2109379
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1001. fundur - 02.02.2022
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar fundargerð umræðufundar um landsbyggðar hses þann 26. janúar 2022. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur aukins samstarfs sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
Í samræmi við niðurstöðu fundarins stefna HMS og sambandið að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi.
Í samræmi við niðurstöðu fundarins stefna HMS og sambandið að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1002. fundur - 09.02.2022
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 421. fundur - 09.02.2022
Vsað frá 1002. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Samþykkt er að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins eftir staðfestingu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina.