Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92
Málsnúmer 2110002F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fundargerð 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 5. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekið fyrir bréf frá Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfúsi Benediktsyni dagsett 27.09.21 þar sem þau segja sig frá samningaviðræðum um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að ganga til samninga við Kristínu Höllu Bergsdóttur sem sóttist einnig eftir rekstri hússins. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem er óbreytt frá fyrra ári og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þar sem dagsektir hækka úr 20 kr í 30 kr, millisafnalán úr 900 kr í 1.200 kr og ljósritun hækkar 10-30 kr eftir stærðum. Leiga á DVD mynddiskum verður gjaldfrjáls en var 350 kr. Aðrir liðir haldast óbreyttir og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2022.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem er óbreytt milli ára og vísar henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Farið yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 05 - Menningarmál og starfsmönnum falið að vinna áætlunina áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Farið yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 13 - Atvinnu- og kynningarmál og starfsmönnum falið að vinna áætlunina áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 92 Lagt fram til kynningar drög að myndlistarstefnu. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.