Félags- og tómstundanefnd - 294
Málsnúmer 2110003F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fundargerð 294. fundar félags- og tómstundanefndar frá 19. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 294 Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir félagsþjónustu annars vegar og frístundaþjónustu hins vegar sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Ákveðið var að halda vinnufund á milli fyrri og síðari umræðu.Félags- og tómstundanefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 294 Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022. Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.
Ástæða er til að fagna samstöðu um þetta mál, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Málinu vísað til byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 294. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.