Fara í efni

Fræðslunefnd - 172

Málsnúmer 2110004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Fundargerð 172. fundar fræðslunefndar frá 27. októmber 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 172 Teikningar að stækkun einnar deildar leikskólans Birkilundar (Reyniland) lagðar fram. Teikningarnar voru unnar í góðu samráði við leikskólastjóra skólans og skólaþjónustu. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum og áætlað er að hægt verði að taka deildina í notkun fljótlega upp úr áramótum. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Lagðar fram uppfærðar tölur um nemendafjölda í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar og Joaquim Gonzilez kennari við skólann, kynntu nýtt úrræði sem skólinn er að þróa og er ætlað yngstu nemendunum. Úrræðið kallast Hljóðfærahringekjan og miðar að því að kynna mismunandi hljóðfæri fyrir yngstu börnunum, áður en þau velja sér eitt hljóðfæri að læra á. Stefnt er að því að bjóða úrræðið öllum yngstu árgöngum grunnskólans á næsta skólaári. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Lagt fram til kynningar minnisblað um fjölda nemenda í leik- og grunnskólum Skagafjarðar sem sýnir fjölda nemenda af erlendum uppruna sem og fjölda þjóðerna. Skólaárið 2021-2022 eru nemendur þessir 88 talsins af vel á þriðja tug þjóðerna. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 172 Rammi fyrir fjárhagsáætlun ársins 2022 til fyrri umræðu lagður fram fyrir fræðsluþjónustu sem og skipting rammans niður á stofnanir. Skiptingin tekur mið af fjárhagsáætlun þessa árs með viðaukum. Þá eru lagðar fram gjaldskrár sem taka þarf afstöðu til fyrir síðari umræðu. Farið var yfir forsendur rammans og þær ræddar. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins að vinna að frekari útfærslu með hliðsjón af verkefnum stofnana og rekstri. Fræðslunefnd samþykkir að boða til vinnufundar á milli umræðna. Fræðslunefnd vísar áætluninni eins og hún liggur fyrir nú til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • .6 2110093 Skólaþing 2021
    Fræðslunefnd - 172 Lagt fram boð og dagskrá skólaþings 2021. Í ár eru 25 ár liðin frá því er rekstur grunnskóla var fluttur frá ríki til sveitarfélaga með tilheyrandi breytingum á starfsumhverfi skóla og skólaþjónustu. Dagskráin verður að hluta til helgaður þessari sögu. Þeir kjörnu fulltrúar sem hafa tök á eru hvattir til að sækja skólaþingið. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar fræðslunefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.