Landbúnaðarnefnd - 222
Málsnúmer 2110011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021
Fundargerð 222. fundar landbúnaðarnefndar frá 21. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. september 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, "Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Með tilvísun í bókun byggðarráðs frá því 20. október 2021 vegna þessa máls samþykkir landbúnaðarnefnd að fela Kára Gunnarssyni að koma athugasemdum landbúnaðarnefndar á framfæri við sveitarstjóra sem sendir inn umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2021 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals þar sem fram kemur að kostnaður, vegna vatnavaxtatjóns sem varð um mánaðamótin júní/júlí s.l. á vegi í Deildardalsafrétt, hafi numið 1.035.000 kr. og kostnaður við óunnið verk áætlaður 240.000 kr. Málið áður tekið fyrir á fundi landbúnaðarnefndar þann 19. júlí s.l.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.300.000 kr. til fjallskilasjóðsins vegna þessa tjóns. Fjármunir teknir af deild 13210.
Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Lögð fram staðfesting Skarðsárnefndar, dagsett 21. ágúst 2021, á leyfi fyrir framkvæmdum við Skarðsárrétt. Einnig lögð fram verk- og kostnaðaráætlun unnin af Kristjáni Ó. Eymundssyni.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja allt að 1.500 þús.kr. í verkið gegn framvísun reikninga vegna verksins. Fjármunir teknir af deild 13210. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Sigríður Björnsdóttir starfandi yfirdýralæknir hjá MAST kom til viðræðu um riðumál í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd hvetur sauðfjárbændur almennt til að gæta að smitvörnum og hefta samgang fjár á milli bæja, viðhalda girðingum og hýsa ekki fé af öðrum bæjum. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að breyta gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár frá 9. desember 2015, þannig að gjaldtaka vegna útgáfu búfjárleyfa verði felld niður og það gert með eftirfarandi hætti:
1. Gjaldskráin heiti gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
2. Breyting verði gerð á 1. grein og hún verði svo:
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu lausagöngubúfjár.
3. Breyting verði gerð á 2. grein og hún verði svo:
Handsömunargjald skv. 8. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015, skal vera 10.000 kr. Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi búfénaðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Lögð fram áætlun fyrir árið 2022 vegna málefna sem heyra undir landbúnaðarnefnd. Kostnaður vegna landbúnaðarnefndar 2.259 þús.kr., ýmis landbúnaðarmál 13.910 þús.kr., þar af laun og framlög til fjallskiladeilda 7.985 þús.kr. Samtals landbúnaðarmál undir málaflokki 13, 16.169 þús.kr.
Framlög til minka- og refaeyðingar eru áætluð samtals 9.476 þús.kr. og endurgreiðsla frá ríki 1.483 þús.kr. Samtals umhverfismál undir málaflokki 11 eru 7.993 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun til fyrri umræðu en áréttar að frekara fjármagn þarf til viðhalds girðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 222 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 222 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs Seyluhrepps-úthluta fyrir árin 2018-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 222. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.