Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 987

Málsnúmer 2110023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 416. fundur - 27.10.2021

Fundargerð 987. fundar byggðarráðs frá 25. október 2021 lögð fram til afgreiðslu á 416. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regina Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lögð fram fjárhagsáætlun 2022-2025 til fyrri umræðu.
    Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Fjárhagsáætlun 2022 - 2025, síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagt fram bréf frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsett 1. september 2021 varðandi ósk um nýbyggingu á aðstöðuhúsi við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Erindinu vísað til byggðarráðs frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 987. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lögð fram gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2022.
    Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2021. Landleiga beitarlands verði 10.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 15.000 kr./ha.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Erindinu vísað frá 222. fundi landbúnaðarnefndar.
    Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að breyta gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár frá 9. desember 2015, þannig að gjaldtaka vegna útgáfu búfjárleyfa verði felld niður og það gert með eftirfarandi hætti:

    1. Gjaldskráin heiti gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár.
    2. Breyting verði gerð á 1. grein og hún verði svo:
    Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu lausagöngubúfjár.
    3. Breyting verði gerð á 2. grein og hún verði svo:
    Handsömunargjald skv. 8. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði nr. 1264/2015, skal vera 10.000 kr. Að auki skal greiða þann kostnað, sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi búfénaðar.

    Byggðarráð samþykkir breytinguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2022.
    Byggðarráð samþykkir að reglurnar breytist ekki frá árinu 2021.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Byggðarráð samþykkir að heilsuræktarstyrkur fyrir árið 2022 verði óbreyttur frá árinu 2021. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Málinu vísað frá 294. fundi félags- og tómstundanefndar sem bókaði svo: Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022. Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.
    Ástæða er til að fagna samstöðu um þetta mál, enda mikilvægt að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Málinu vísað til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að hvatapeningar verði 40.000 kr. frá og með 1. janúar 2022.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 987 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2021-022515, dagsett 20. október 2021. Óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi í Félagsheimilinu Árgarði vegna árshátíðar hestamanna þann 6. nóvember 2021.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 987. fundar byggðarráðs staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 27. október 2021 með níu atkvæðum.