Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 4. október 2021 til allra sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur á grundvelli 2.mgr. 19.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Nýju leiðbeiningarnar taka mið af nýsamþykktum lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum, en með lögunum voru heimildir sveitarfélaga til að mæla fyrir um rafræna þátttöku nefndarmanna á fundum á vegum sveitarfélaga rýmkaðar. Leiðbeiningarnar verða birtar í Stjórnartíðindum á næstu dögum og taka þá gildi. Samhliða nýjum leiðbeiningum um ritun fundargerða og um fjarfundi hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.