Fara í efni

Gjaldskrá hitaveitu 2022

Málsnúmer 2110133

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 20.10.2021

Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2022.

Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.

Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 988. fundur - 03.11.2021

Gjaldskrá hitaveitu vegna ársins 2022 vísað til byggðarráðs frá 82. fundi veitunefndar þann 20. október 2021. Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2022.
Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 417. fundur - 24.11.2021

Vísað frá 988. fundi byggðarráð 3. nóv 2021 þannig bókað:

Gjaldskrá hitaveitu vegna ársins 2022 vísað til byggðarráðs frá 82. fundi veitunefndar þann 20. október 2021. Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2022. Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 83. fundur - 25.11.2021

Tillaga veitunefndar um 4,5 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu var lögð fyrir 988. fund byggðarárðs þann 3. nóvember síðastliðinn. Byggðarráð samþykkti framlagða gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitastjórnar sem tók málið fyrir á fundi þann 24. nóvember og samþykkti.

Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá tilkynningu um nýja gjaldskrá sem skal taka gildi 1. janúar 2022.

Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið.