Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 988
Málsnúmer 2110028FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Með tölvupósti dagsettum 21. október 2021 óskuðu fulltrúar frá Sólon Myndlistarfélagi eftir fundi með byggðarráði til að ræða og fá upplýsingar um húsnæði sem þau hafa til ráðstöfunar frá sveitarfélaginu, þ.e.a.s. Gúttó, Skógargötu 11, Sauðárkróki. Á fundinn mættu fulltrúar félagsins til viðræðu, Erla Einarsdóttir og Anna Hjaltadóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 988. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagasett 22. október 2021, þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla sveitarfélagsins árið 2021 sé 3.020.400 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 988. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2021 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Byggðarráð samþykkir að Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 988. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Gjaldskráin rædd og samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 988. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Gjaldskrá hitaveitu vegna ársins 2022 vísað til byggðarráðs frá 82. fundi veitunefndar þann 20. október 2021. Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2022.
Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Gjaldskrá hitaveitu 2022. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Lagt fram vinnuskjal um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.
Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 7,9% frá árinu 2021 og að hámarksafsláttur hækki úr 70.000 kr. og verði 80.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 988 Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 29. október 2021, þar sem tilkynnt er um að sunnudagurinn 21. nóvember 2021, verður haldinn hátíðlegur hér á landi, Dagurinn er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður notkun bílbelta og minningarviðburðir verða víða um landið. Bókun fundar Afgreiðsla 988. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 989
Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 989 Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 989 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2022 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019. Lóðum á Sauðárkróki og Varmahlíð sem samsvarandi ákvæði gilti um hefur þegar verið úthlutað.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2022 munu bera full gatnagerðargjöld.
Ákvæðið vari til 31. desember 2022. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins
Gjaldskrá gatnagerðargj. stofngj. fráveitu. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 989 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2021, "Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum". Umsagnarfrestur er til og með 19.11.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 989. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 989 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvell laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun. Bókun fundar Afgreiðsla 989. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 989 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki sem haldið er með gagnvirkum hætti yfir netið, í Vefskóla Landverndar. Bókun fundar Afgreiðsla 989. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 990
Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lagt fram bréf dagsett 11. nóvember 2021 frá Húnaþingi vestra varðandi málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af mjög vaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Er sá halli tilkominn vegna aukins rekstrarkostnaðar við málaflokkinn, m.a. vegna styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki, en einnig vegna þess að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dragast saman um tæplega 120 m.kr. á milli ársins 2020 og þeirrar áætlunar sjóðsins sem liggur fyrir varðandi árið 2021. Að óbreyttu vex kostnaður vegna viðbótarframlaga sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem þau þurfa að leggja til með málaflokknum umfram það útsvarshlutfall sem ætlað er að standa undir rekstri hans, því um 450% á milli áranna 2020 og 2021 og ber Sveitarfélagið Skagafjörður mestan þunga aukningarinnar, bæði hlutfallslega og eins hvað hreina fjárupphæð varðar.
Í úttekt á málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem HLH rágjöf vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og kom út í ágúst 2020, kom fram að sterkar vísbendingar væru um að skipulag þjónustu og verkefna í málaflokknum samræmdust gildandi lögum, grunnur starfseminnar væri góður, ánægja ríkti á meðal starfsfólks og að mikil þekking og reynsla væri til staðar. Tækifæri væru þó til að styrkja rekstur málaflokksins og hefur verið unnið að því þótt tveir stórir þættir hafi sett strik í reikninginn hvað rekstur liðinna mánaða varðar, þ.e. afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Byggðarráð vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur metnað og fagmennsku að leiðarljósi í allri umgjörð þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra. Áherslur í þjónustu eru í samræmi við lög og reglugerðir og alþjóðlegar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bindur vonir við að vinna starfshópa á vegum félags- og barnamálaráðherra varðandi þjónustu við fatlað fólk, sem m.a. var kynnt á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðnum mánuði, muni leiða í ljós að verulega fjármuni þarf að leggja fram af hálfu ríkisins til sveitarfélaga landsins, eigi sveitarfélögin að standa undir þeirri þjónustu við málaflokkinn sem þeim er ætlað að gera lögum samkvæmt. Er þar annars vegar um að ræða starfshóp sem ætlað er að greina kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk á árunum 2018-2020 og hins vegar starfshóp um heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Síðarnefnda hópnum er ætlað að meta hvaða lög, reglugerðir eða reglugerðabreytingar og stjórnvaldsfyrirmæli kunna að hafa áhrif á rekstrarkostnað sveitafélaga ? í samræmi við samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga 2021-2025.
Minnt er á að málefni fatlaðs fólks og tilfærsla málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga, ásamt breytingum á laga- og reglugerðarumhverfi málaflokksins í kjölfarið, er ein stærsta áskorunin sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þessi misserin. Komi ekki til aukið fjármagn frá ríkinu til málaflokksins er hætt við að vaxandi útgjöld ógni fjárhagslegri sjálfbærni margra sveitarfélaga, svo sem kom fram í máli sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á fyrrgreindri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir áhyggjur Húnaþings vestra og skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast nú þegar við vanda sveitarfélaganna og veita viðbótarframlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til stuðnings reksturs málaflokksins.
Bókun fundar Afgreiðsla 990. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistöku 1. janúar 2022.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins
Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lögð fram tillaga að viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er gerður vegna millifærslna fjármuna á milli deilda og auknu framlagi til umhverfismála, 5.650 þkr. og eignasjóðs, 3.900 þkr. sem og auknum tekjum sameiginlegra liða, 3.056 þkr. Samtals er þetta útgjaldaauki að fjárhæð 6.494 þkr. sem mætt er með lækkun handbærs fjár. Að auki eru gerðar millifærslur á fjárfestingaliðum áætlunarinnar, þannig að framkvæmdafé vegna byggingar leikskóla á Hofsósi eru hækkaðar um 18 mkr. og á móti er framkvæmdafé lækkað vegna byggingar á gámasvæði á Hofsósi um 10 mkr. og vegna Sundlaugar Sauðárkróks um 8 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2021. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lagt fram bréf dagsett 5. nóvember 2021 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Guðrúnu Halldóru Þorvaldsdóttur, þar sem þær ítreka erindi sitt frá 27. maí s.l. til byggðarráðs varðandi opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi. Sjá mál 2105279 á 968. fundi byggðarráðs þann 2. júní 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 990. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem tilkynnt er um að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lagt fram erindi frá Orkufjarskiptum hf. þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda vegna framkvæmdaleyfis við að leggja ljóslögn um land Reykjarhóls L146060 samkvæmt meðfylgjandi loftmynd.
Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi en vill árétta að gætt sé að öðrum lögnum á lagnaleiðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 990. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 8. nóvember 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 213/2021, "Drög að stefnu um rafleiki/rafíðþróttir". Umsagnarfrestur er til og með 29.11.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 990. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 990 Lögð fram svohljóðandi bókun 31. fundar bygginganefndar Sundlaugar Sauðárkróks, þann 17. nóvember 2021.
"Lögð fram fundargerð dagsett 9. nóvember 2021 vegna opnunar tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Áfangi 2 - Uppsteypa".
Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá Friðriki Jónssyni ehf. sem bauð 214.981.032 kr. (109,00%) og hins vegar frá Uppsteypu ehf. sem bauð 189.053.555 kr. (95,8%) í verkið. Kostnaðaráætlun var 197.243.581 kr. Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti. Engar athugasemdir komu fram fyrir né eftir opnun tilboðanna. Búið er að fara yfir tilboðin og fundust engar villur.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að taka tilboði Uppsteypu ehf. og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs. Jafnframt heimilar nefndin Steini L. Sveinssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að tilkynna í lok athugasemdarfrests að tilboðinu verði tekið."
Byggðarráð staðfestir framangreinda bókun og samþykkir að tilboði Uppsteypu ehf. í verkið verði tekið. Bókun fundar Afgreiðsla 990. fundar byggðarráðs staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
4.Félags- og tómstundanefnd - 295
Málsnúmer 2111001FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 295 Sviðstjóri og starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu og frístundaþjónustu. Unnið hefur verið ítarlega að skiptingu fjármuna á milli stofnana og liða frá síðasta fundi. Áætlunin verður afgreidd á næsta fundi nefndarinnar þann 25. nóvember n.k. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 295 Lögð fram ósk frá Molduxa íþróttafélagi um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki annan í jólum. Erindið samþykkt. Guðný Axelsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 295 Skýrsla um starfsemi vinnuskólans sumarið 2021, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 295 Bókun fundar Afgreiðsla 295. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
5.Landbúnaðarnefnd - 223
Málsnúmer 2110022FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 223 Lögð fram áætlun fyrir árið 2022 vegna málefna sem heyra undir landbúnaðarnefnd. Kostnaður vegna landbúnaðarnefndar 2.348 þús.kr., ýmis landbúnaðarmál 16.058 þús.kr., þar af laun og framlög til fjallskiladeilda 8.098 þús.kr. og sérstakt framlag vegna girðinga 4.552 þús.kr. Samtals landbúnaðarmál undir málaflokki 13, 18.405 þús.kr. Framlög til minka- og refaeyðingar eru áætluð samtals 8.476 þús.kr. og endurgreiðsla frá ríki 1.483 þús.kr. Samtals umhverfismál undir málaflokki 11 eru 6.993 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 223. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 223 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2021, "Drög að reglugerð um viðbúnað og viðbrögð við smitsjúkdómum í dýrum". Umsagnarfrestur er til og með 19.11.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 223. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 223 Rætt um ástand Árhólaréttar sem þarfnast töluverðs viðhalds. Á 220. fundi landbúnaðarnefndar þann 19. júlí 2021 var eftirfarandi bókað.
"Landbúnaðarnefnd leggur til að það fjármagn sem eignasjóður hefur til ráðstöfunar til viðhalds rétta árið 2021 verði notað til viðgerða á Árhólarétt, samtals 3.000.000 kr. Með því fjármagni og þeim sjóðum sem fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals hefur til ráðstöfunar verður hægt að ljúka uppgerð réttarinnar fyrir haustið."
Dráttur hefur orðið á að framkvæmdir hæfust og er þeim ekki lokið. Ljóst er að auka þarf magn steypu til viðgerða miðað við upphaflega áætlun, u.þ.b. 6-8m3.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gera ráð fyrir þeirri kostnaðaraukningu í fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna þessarar framkvæmdar. Bókun fundar Afgreiðsla 223. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 223 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. október 2021 frá Húnavatnshreppi þar sem viðhaldsáætlun Fjallskiladeildar Bólstaðahlíðarhrepps vegna Stafnsréttar fyrir árin 2022-2024 er kynnt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni að fá nánari upplýsingar um málið s.s. kostnaðaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 223. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 223 Lögð fram til kynningar umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu (mál nr. 184/2021). Málið áður á dagskrá 222. fundar landbúnaðarnefndar þann 21. október 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 223. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 416. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 416
Málsnúmer 2110026FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Fulltrúar Fljótabakka ehf. ásamt Kollgátu (arkitektastofa) óskuðu eftir fundi með nefndinni til að fara yfir fyrirhuguð uppbyggingaráform sín á svæðinu.
Frá Fljótabakka komu á fundinn á Teams: Ingólfur Freyr Guðmundsson (Kollgátu), Þorsteinn Guðmundsson og Haukur Sigmarsson.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fulltrúum Fljótabakka fyrir kynninguna á fyrirhuguðum framkvæmdum þeirra á svæðinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Björn Ólafsson kt. 310780-4219 þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls I (landnr. 146185) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7591-07, dags. 24. sept. 2021. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Lyngbrekka. Einnig er óskað eftir heimild til að leggja veg að lóðinni, sem mun liggja um land Krithóls I, og tengjast heimreið að bæjunum Krithóli I og II. Samþykki Vegagerðarinnar vegna vegarins liggur fyrir, dags. 22/9 2021, og er fylgigagn með umsókn þessari. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Krithóls I mun áfram fylgja landnúmerinu 146185. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagragerðis L178658. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagragerði (L178658) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-10. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Ástu Birnu Jónsdóttur kt. 310573-5909.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagranes (L145928) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-08. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum Birni Sigurði Jónssyni kt. 150269-4319 og Camillu Munk Sörensen kt. 301277-2029.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagranes land (L178665) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-07. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Brynjólfi Þór Jónssyni kt. 160378-5579
og Auði Ingu Ingimarsdóttur kt. 261185-2619
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með átta atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Meyjarland (L145948) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-04. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Höllu Guðmundsdóttur, kt. 140348-2879
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Steinn (L145959) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-05. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Höllu Guðmundsdóttur, kt. 140348-2879
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Steinn land (L208710) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-06. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Annemie J. M. Milissen, kt. 111083-2159 og Gústav Ferdinand Bentssyni, kt. 200372-5659
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litla-Gröf L213680 um heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 33.51 ha landspildu út úr landi jarðarinnar.
Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 28.9.2021 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 hjá FRJ ehf. Uppdrátturinn er í verki nr. VV014.
Þá er sótt um leyfi Sveitastjórnar Skagafjarðar um lausn landspildunnar úr landbúnaðarnotkun.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar hér með, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings, eftir leyfi til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merkt reiðleið á sveitarfélagsuppdrætti í tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Hróarsgötum "hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim", eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998. Ætlunin er að ráða bót á og fara um göturnar með jarðýtu til að hreinsa skriður af götunum. Farið verður af aðgætni um svæðið og framkvæmdum hagað með þeim hætti að ekki verði ráðist í meira rask en þörf er á. Stefnt er að framkvæmdinni í september eða þegar leyfi hefur verið veitt fyrir henni. Vert er að halda þessari fornu þjóðleið við og tryggja að hún nýtist eins og gert er ráð fyrir í nýju aðalskipulagi.
Ekki komin inn tilskilin gögn og frestum því afgreiðslu.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir leik- og grunnskólasvæðið (Skólagata L146652) á Hofsósi. Svæðið er skilgreint í tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem S-601 samfélagsþjónusta. Landnotkunin samræmis einnig núgildandi aðalskipulagi (merkt Þ-2.1 Hofsós skóli). Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Ingunn Sandra Arnþórsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hönd Landgræðslunnar frá sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna fyrirhugaðarar framkvæmdar á endurheimt votlendis á jörðinni Kambi landnr. 146549 í sveitarfélaginu Skagafirði.
Minjastofnun fer fram á að tvær minjar verði merktar á framkvæmdatíma til að forða þeim raski en ekki gerðar aðrar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með þeim tilmælum sem bárust í umsögn frá Minjastofnunar. Þá bendir nefndin á að framkvæmdir skulu unnar í fullu samráði við hluteigandi landeigendur.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Ingunn Sandra Arnþórsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hönd Landgræðslunnar frá sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna fyrirhugaðarar framkvæmdar á endurheimt votlendis á jörðinni Hólagerði landnr. 146233 í sveitarfélaginu Skagafirði. Engar athugasemdir bárust frá Minjastofnun vegna málsins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Þá bendir nefndin á að framkvæmdir skulu unnar í fullu samráði við hluteigandi landeigendur. Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 25.ágúst síðastliðinn.
Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir reisingu leiksvæðis á svæði austan Gilstúns. Meðfylgjandi teikning, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 og sýnir staðsetningu leiktækisins og einnig er meðfylgjandi velvild íbúa sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa. Leiktækin eru vottuð og af viðurkenndri gerð.
Nefndin frestar afgreiðslu.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar aðrar athugasemdir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar aðrar athugasemdir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna og ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 416 Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 09 (Skipulags- og byggingarsvið). Nefndin telur að gera þurfi ráð fyrir einhverjum fjárútlátum vegna vinnu við aðalskipulag sem nú er enn í vinnslu (nóv ´21). Miðað við fyrirliggjandi fjölda deiliskipulaga þyrfti að færa áætlaða upphæð aftur í sömu upphæð og lagt var upp með fyrir fjárhagsáætlun fyrir 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 416. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
7.Skipulags- og byggingarnefnd - 417
Málsnúmer 2111015FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 2111041 - Freyjugata 25 Fyrirspurn varðandi skipulag
Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga. Bókun fundar Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreislu málsin til liðarins, Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Miðhús 146567 - Umsókn um byggingarreit 2111081
Sigmundur Jón Jóhannesson, eigandi lóðarinnar Miðhús 1, sem verið er að stofna úr landi Miðhúsa L146567 í Óslandshlíð, Sveitarfélaginu Skagafirði, ásamt Magnúsi Gunnlaugi Jóhannessyni og Sigurveigu Jóhannesdóttur væntanlegum húsbyggendum parhúss á lóðinni óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 716101 útg. 8. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Sauðármýri 1 - Lóðarmál 2108015
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl., þá bókað.
„Gylfi Ingimarsson sækir fh. G Ingimarssonar ehf. kt 6904162980, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Sauðármýri, (L143678) þ.a.e.s. sérnotaflöt lóðar tilheyrandi fyrirtækinu. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins .“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur dags. 11. nóvember sl. þar sem fram kemur að markmið með umbeðinni stækkun lóðarinnar þ.a.e.s sérnotafleti sem tilheyrir fyrirtækinu G. Ingimarsson ehf. kt 6904162980, sé að laga og fegra umhverfið. Þá kemur fram að umbeðin stækkun hafi verið í gegnum tíðina hirt af fyrri og núverandi eiganda.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun.
Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Messuholt 145949- Umsókn um landskipti 2111117
Ingibjörg Sigurþórsdóttir kt. 270965-3349 sem fer með leyfi til einkaskipta á dánarbúi Sigurþórs Hjörleifssonar kt. 150627-7619 óskar heimildar til að stofna 2557 m² lóð úr landi jarðarinnar Messuholt L145949 í Borgarsveit. Innan útskiptrar spildu stendur matshluti 03 íbúðarhús jarðarinnar auk matshluta 04, véla/verkfærageymslu. Þá er sótt um að útskipta spildan fái heitið Messuholt 1. Jörðin Messuholt er skráð lögbýli, lögbýlaréttur fylgir áfram jörðinni Messuholti L145949. Einnig kemur fram í umsókn að engin hlunnindi fylgi útskiptri spildu.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagssettur 03.nóv 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til Byggðráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 2111119 - Aðalgata 16b - Umsókn um lóð lóðarstækkun
Sigurgísli E. Kolbeinsson sækir um fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um stækkun lóðar Aðalgötu 16b. Óskað er eftir því að lóð stækki til austurs, eða til komi ný lóð austan gamla strandvegarins samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Hugmyndin er að lóð þessi nýtist sem bíla og rútustæði fyrir Aðalgötu 16b ásamt gamla bænum.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagssettur 03.nóv 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar, skipulagsfulltrúa falið að gera afmörkun á deiliskipulagssvæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti - 2108268
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september og 1. október sl., þá m.a. bókað.
„Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar með þeim rökum að gatan var skírð Laugavegur á fundi hreppsnefndar Seyluhrepps þann 14.maí 1980 og einnig að uppsprettur í austanverðum Reykjahóli voru margar sem nafnið vísaði til á sínum tíma. Hefur gatan gengið undir því nafni í opinberum gögnum æ síðan. Svo skal bókað að Jón Dan fulltrúi sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Suðurbraut Hofsós (218098) - Bílastæði - 2111126
Steinn Leó Sveinsson Sviðsstjóri Veitu- og Framkvæmdasviðs óska umsagnar skipulags- og bygginganefndar vegna fyrirhugaðra framkvæmda varðandi bílaplani við Suðurbraut á Hofsósi. Meðfylgjandi uppdráttur, 41602002AFST Plan við Hofsósbraut S101, dags. 21. sept. 2021 gerir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Þá kemur fram að óskað hafi verið umsagnar Vegagerðar varðandi framkvæmdina.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að jarðvegsskipti verði í bílaplani en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar deiliskipulags fyrir svæðið.
Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Litla-Horn L232087 - Umsókn um byggingarreit 2111047
Þórunn Eyjólfsdóttir, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Litla-Horn, landnúmer 232087, á Fremribyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 400 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 757602 útg. 2. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 417 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina eins og hún er fyrirlögð. Bókun fundar Afgreiðsla 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
8.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 31
Málsnúmer 2111009FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 31 Lögð fram fundargerð dagsett 9. nóvember 2021 vegna opnunar tilboða í útboðsverkið "Sundlaugin á Sauðárkróki - Áfangi 2 - Uppsteypa".
Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá Friðriki Jónssyni ehf. sem bauð 214.981.032 kr. (109,00%) og hins vegar frá Uppsteypu ehf. sem bauð 189.053.555 kr. (95,8%) í verkið. Kostnaðaráætlun var 197.243.581 kr. Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti. Engar athugasemdir komu fram fyrir né eftir opnun tilboðanna. Búið er að fara yfir tilboðin og fundust engar villur.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að taka tilboði Uppsteypu ehf. og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs. Jafnframt heimilar nefndin Steini L. Sveinssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að tilkynna í lok athugasemdarfrests að tilboðinu verði tekið. Bókun fundar Fundargerð 31. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 417. fundi sveitarstjórnar 24. nóvember 2021 með níu atkvæðum.
9.Gjaldskrá hitaveitu 2022
Málsnúmer 2110133Vakta málsnúmer
Gjaldskrá hitaveitu vegna ársins 2022 vísað til byggðarráðs frá 82. fundi veitunefndar þann 20. október 2021. Lögð var fram tillaga um 4,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2022. Hækkunin er til komin vegna verðlagsbreytinga og fyrirsjáanlegs taprekstrar á árinu sem er að líða. Einnig er ljóst að talsverðra viðhaldsframkvæmda er þörf á næstu árum. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
10.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022
Málsnúmer 2110162Vakta málsnúmer
Lagt fram vinnuskjal um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.
Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 7,9% frá árinu 2021 og að hámarksafsláttur hækki úr 70.000 kr. og verði 80.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteingaskatti fyirir árið 2022 bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
11.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis
Málsnúmer 2008142Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að viðauka III við samning milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefna, dagsettur 30. ágúst 2019. Í framangreindan samning vantar eftirfarandi tilvísun í lagaheimild.
Samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd verkefna frá 30. ágúst 2019 er gerður á grundvelli heimildar 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélög geti samið um að eitt sveitarfélag taki að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
12.Gjaldskrá gatnagerðargj. stofngj. fráveitu
Málsnúmer 2110156Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2022 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019. Lóðum á Sauðárkróki og Varmahlíð sem samsvarandi ákvæði gilti um hefur þegar verið úthlutað.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2022 munu bera full gatnagerðargjöld.
Ákvæðið vari til 31. desember 2022. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
13.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld
Málsnúmer 2111109Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistöku 1. janúar 2022. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
14.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2021
Málsnúmer 2111066Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er gerður vegna millifærslna fjármuna á milli deilda og auknu framlagi til umhverfismála, 5.650 þkr. og eignasjóðs, 3.900 þkr. sem og auknum tekjum sameiginlegra liða, 3.056 þkr. Samtals er þetta útgjaldaauki að fjárhæð 6.494 þkr. sem mætt er með lækkun handbærs fjár. Að auki eru gerðar millifærslur á fjárfestingaliðum áætlunarinnar, þannig að framkvæmdafé vegna byggingar leikskóla á Hofsósi eru hækkaðar um 18 mkr. og á móti er framkvæmdafé lækkað vegna byggingar á gámasvæði á Hofsósi um 10 mkr. og vegna Sundlaugar Sauðárkróks um 8 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
15.Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna
Málsnúmer 2107154Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. nóvember 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem tilkynnt er um að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í rafrænum fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
16.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk
Málsnúmer 2110124Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir leik- og grunnskólasvæðið (Skólagata L146652) á Hofsósi. Svæðið er skilgreint í tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem S-601 samfélagsþjónusta. Landnotkunin samræmis einnig núgildandi aðalskipulagi (merkt Þ-2.1 Hofsós skóli).
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.
17.Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag
Málsnúmer 2111041Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
18.Endurtilnefning í byggingarnefnd sundlaugar Skr,.
Málsnúmer 2111094Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Álfhildi Leifsdóttur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
19.Endurtilnefning í byggingarnefnd skóla og íþróttamannvirkja á Hofsósi
Málsnúmer 2111095Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Álfhildi Leifsdóttur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
20.Skagafjarðarhafnir, breyting á hafnarreglugerð 2021
Málsnúmer 2109188Vakta málsnúmer
Til að auka öryggi innan Skagafjarðarhafna og með tilkomu nýs dráttarbáts telur hafnastjóri nauðsynlegt að breyta 8. grein hafnarreglugerðar B_nr.1040_2018.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri kynnti breytingar á hafnarreglugerðinni. Breytingin lögð fram til afgreiðslu og samþykkt á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. september sl.
Tekið til fyrri umræðu og samþykkt á fundi sveitarstjórnar 22. september 2021
Breytingar á 8. grein hafnarreglugerðarinnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
21.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 31
Málsnúmer 2110017FVakta málsnúmer
22.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 32
Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer
23.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021
Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:44.
Ólafur Bjarni Haraldsson tekur þátt í fundi í gegnum fjarfundabúnað.
Í upphafi fundar fór varaforseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum, málið: Skagafjarðarhafnir, breyting á hafnarreglugerð 2021. Samþykkt samhljóða.