Fara í efni

Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 2110159

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 173. fundur - 23.11.2021

Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum.
Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 992. fundur - 01.12.2021

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða.
Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.