Fara í efni

Greiðslur v þjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2022

Málsnúmer 2110164

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 992. fundur - 01.12.2021

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.