Fara í efni

Frístundaakstur v. skólabarna á Hólum

Málsnúmer 2110270

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021

Lagt fyrir erindi frá foreldrafélagi leik- og grunnskólans á Hólum, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði auka heimakstur einu sinni í viku frá Hofsósi vegna íþróttaæfinga. Nefndin felur sviðstjóra og starfsmönnum að skoða málið frekar með tilliti til þess hvort hægt sé að koma á móts við erindið.