Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 296

Málsnúmer 2111010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Fundargerð 296. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði fyrir leigu á húsinu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun í Vinnuskóla taki mið af launaflokki 117 í kjarasamningi á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags og verði sem hér segir:
    Grunnlaun þann 1. janúar 2022 pr. klukkustund er 2.233 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
    10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.117 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 22.56%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
    9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 893 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 19.09%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
    8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 670 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 6.33%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
    7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 581 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 1.86%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
    Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.
    Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fyrir erindi frá foreldrafélagi leik- og grunnskólans á Hólum, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði auka heimakstur einu sinni í viku frá Hofsósi vegna íþróttaæfinga. Nefndin felur sviðstjóra og starfsmönnum að skoða málið frekar með tilliti til þess hvort hægt sé að koma á móts við erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem óskað er eftir fjölgun tíma til íþróttaiðkunar í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Með hliðsjón af viðræðum við ungmennafélagið samþykkir nefndin að stefna að fjölgun tíma við upphaf næsta skólaárs. Umræður verða teknar upp aftur þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir nýttu sér þennan opnunartíma sumarið 2020, u.þ.b. fjórir einstaklingar dag hvern, sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. einni milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson ósk bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Nefndin samþykkir að opnunartími íþróttamannvirkja á næsta ári verði óbreyttur frá því sem nú er. Opnunartími verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2022 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2022 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2021. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2022 er því 252.093 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 3,5% úr 600 kr. í 621 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnarðarstunda í NPA samningum árið 2022 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta, 5.567 kr. á klukkkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notenda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, 5.070 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, 5.362 kr. á klukkustund. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Félags og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgeiðslna skv. 6.gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 3,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði ), sbr. reglur sveitarfélagsins um daggæslu í heimahúsum. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 296 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.