Fara í efni

Víðimýri 4, F2132468

Málsnúmer 2111045

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 995. fundur - 13.12.2021

Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dagsettur 17. nóvember 2021, þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að íbúð í Víðimýri 4, F2132468.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að ganga frá málum við fasteignasöluna skv. umræðum á fundinum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 9. fundur - 17.08.2022

Félags- og tómstundanefnd hefur á fyrri stigum tekið ákvörðun um að beita forkaupsrétti, á grundvelli laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, að fasteign að Víðimýri 4, F2132468. Um greiðslur til seljanda er kveðið á um í 1. mgr. 88. gr. laganna, en þar segir að við kaup á íbúðinni skuli seljandi fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna frá því kaupsamningur var gerður. Við greiðslur bætist verðbætur samkvæmt vísitölu lánskjara frá greiðsludegi til söludags. Þá skuli seljanda endurgreiddar endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni að mati húsnæðisnefndar byggðu á reglum húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Til frádráttar greiðslu til seljanda komi fyrning, vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Fyrning reiknist 1% af framreiknuðu verði íbúða fyrir hvert ár. Vanræksla á viðhaldi skuli metin af húsnæðisnefnd í samræmi við reglur húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Kaupverð fasteignarinnar, á grundvelli framangreinds ákvæðis, hefur nú verið endurmetið og er að öllu gættu metið 18.867.333 krónur. Greiðsla til seljanda er framangreind fjárhæð að frádregnum áhvílandi lánum, fasteignagjöldum, húsgjöldum og sölukostnaði.
Byggðarráð samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við fyrrgreint verðmat.