Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Víðimýri 4, F2132468
Málsnúmer 2111045Vakta málsnúmer
2.Lambanes Reykir B verðmat
Málsnúmer 2203124Vakta málsnúmer
Lagt fram mat Fasteignasölu Sauðárkróks, dagsett 9. febrúar 2022 á líklegu söluverði fasteignarinnar F2144120 Lambanes Reykir lóð B í Fljótum. Sala fasteignarinnar er í upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2022.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Lambanes Reykir lóð B til sölu og einnig fasteignina F2144121 Lambanes Reykir lóð A sem er húsgrunnur.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Lambanes Reykir lóð B til sölu og einnig fasteignina F2144121 Lambanes Reykir lóð A sem er húsgrunnur.
3.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla
Málsnúmer 2208105Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. ágúst 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 143/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, og öðrum réttarfarslögum". Umsagnarfrestur er til og með 09.09.2022.
Í drögum að frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verið sameinaðir í einn en tilgreint er að af hálfu dómsmálaráðuneytis sé forsenda sameiningar að sameinaður héraðsdómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og að þær verði styrktar og efldar með nýjum verkefnum.
Byggðarráð Skagafjarðar er sammála mörgu af því sem er að finna í drögunum, m.a. um að starfsstöðvar héraðsdómstóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verkefnum. Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að héraðsdómstólum verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Athyglisvert er í því sambandi að sjá að í skjali um mat á áhrifum frumvarpsins er talið að frumvarpið leiði ekki til neinna áhrifa á byggðalög.
Byggðarráð leggur áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum héraðsdómstóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.
Í drögum að frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verið sameinaðir í einn en tilgreint er að af hálfu dómsmálaráðuneytis sé forsenda sameiningar að sameinaður héraðsdómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og að þær verði styrktar og efldar með nýjum verkefnum.
Byggðarráð Skagafjarðar er sammála mörgu af því sem er að finna í drögunum, m.a. um að starfsstöðvar héraðsdómstóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verkefnum. Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að héraðsdómstólum verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Athyglisvert er í því sambandi að sjá að í skjali um mat á áhrifum frumvarpsins er talið að frumvarpið leiði ekki til neinna áhrifa á byggðalög.
Byggðarráð leggur áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum héraðsdómstóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.
4.Grænir iðngarðar - greining innviða
Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að samantekt KPMG fyrir Skagajörð á "Grænum iðngörðum í Skagafirði".
5.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032
Málsnúmer 2208090Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júlí 2022 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, er kynntur.
Byggðarráð fagnar gerð þessa rammasamnings og samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa það að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Byggðarráð fagnar gerð þessa rammasamnings og samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa það að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Fundi slitið - kl. 14:52.
Byggðarráð samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við fyrrgreint verðmat.