Fara í efni

Opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi

Málsnúmer 2111062

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 990. fundur - 17.11.2021

Lagt fram bréf dagsett 5. nóvember 2021 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Guðrúnu Halldóru Þorvaldsdóttur, þar sem þær ítreka erindi sitt frá 27. maí s.l. til byggðarráðs varðandi opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi. Sjá mál 2105279 á 968. fundi byggðarráðs þann 2. júní 2021.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2022.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021

Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir nýttu sér þennan opnunartíma sumarið 2020, u.þ.b. fjórir einstaklingar dag hvern, sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. einni milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili.