Opnunartími sundlaugarinnar á Hofsósi
Málsnúmer 2111062
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 296. fundur - 22.11.2021
Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir nýttu sér þennan opnunartíma sumarið 2020, u.þ.b. fjórir einstaklingar dag hvern, sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. einni milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2022.