Svæðisáætlun sveitarfélaga
Málsnúmer 2111190
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 186. fundur - 15.12.2021
Á 991. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. nóvember 2021 var tekið fyrir neðangreint erindi.
Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leiti.
Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.
Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leiti.
Byggðarráð Skagafjarðar - 27. fundur - 14.12.2022
Lögð fram Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - Yfirlit og drög að stefnumótun unnin af Stefáni Gíslasyni fyrir sveitarfélög á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera athugasemdir við stefnumótunina í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera athugasemdir við stefnumótunina í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023
Öll sveitarfélög á Norðurlandi eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Lögð fram drög að svæðisáætlun ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012. Gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð Skagafjarðar - 41. fundur - 29.03.2023
Lögð fram tillaga að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, til kynningar 17. febrúar 2023.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn framlagðar athugasemdir við svæðisáætlunina til SSNV.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn framlagðar athugasemdir við svæðisáætlunina til SSNV.
Byggðarráð Skagafjarðar - 54. fundur - 28.06.2023
Lagt fram ódagsett bréf frá Ólöfu Lovísu Jóhannsdóttur atvinnuráðgjafa hjá SSNV, þar sem óskað er eftir að endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036, verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Málið hefur áður verið tekið fyrir á 991. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 186. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og 419. og 420. fundum sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svo og 27. og 40. fundum byggðarráðs Skagafjarðar og 7. og 12. fundum sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir svæðisáætlunina með fyrirvara um hlut sveitarfélaganna í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra. Byggðarráð vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Málið hefur áður verið tekið fyrir á 991. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 186. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og 419. og 420. fundum sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svo og 27. og 40. fundum byggðarráðs Skagafjarðar og 7. og 12. fundum sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir svæðisáætlunina með fyrirvara um hlut sveitarfélaganna í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra. Byggðarráð vísar áætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð Skagafjarðar - 55. fundur - 04.07.2023
Málið áður á dagskrá 54. fundar byggðarráðs þann 28. júní 2023. Lagt fram ódagsett bréf frá Ólöfu Lovísu Jóhannsdóttur atvinnuráðgjafa hjá SSNV, þar sem óskað er eftir að endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036, verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðarráð samþykkir svæðisáætlunina með fyrirvara um hlut sveitarfélaganna í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra.
Byggðarráð samþykkir svæðisáætlunina með fyrirvara um hlut sveitarfélaganna í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti.