Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Framkvæmd þjónustusamnings á milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021
Málsnúmer 2111188Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sátu fulltrúar úr hreppsnefnd Akrahrepps fundinn. Fulltrúar VA arkitekta tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað á meðan hönnun breytingum Varmahlíðarskóla var kynnt. Lagður fram listi yfir ýmsar áætlaðar framkvæmdir í Skagafirði næstu árin þar sem Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður koma að með fjármagn.
2.Tillaga um slit félags
Málsnúmer 2111189Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. nóvember 2021 frá stjórn Mótunar ehf. varðandi tillögu stjórnar um að slíta félaginu. Félagið hefur ekki verið með neina starfsemi um nokkurra ára skeið. Óskar stjórnin eftir því við eigendur, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð, einu kröfuhafa félagsins, að afskrifa viðskiptakröfur á félagið úr bókum sínum svo slit verði framkvæmanleg.
Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa viðskiptakröfu á Mótun ehf. að fjárhæð 23.000.000 kr.
Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa viðskiptakröfu á Mótun ehf. að fjárhæð 23.000.000 kr.
3.Svæðisáætlun sveitarfélaga
Málsnúmer 2111190Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti.
4.Hross í Efri-Flóa við Hofsós
Málsnúmer 2111210Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að beitarafnot í svokölluðum Efri-Flóa ofan Hofsóss verði bönnuð frá og með staðfestingu sveitarstjórnar á ákvörðuninni. Einnig er óskað eftir því að uppmælingu og hnitsetningu landsins austan Siglufjarðarvegar verði hraðað sem kostur er og það síðan auglýst til leigu.
5.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar niðurstöður vöktunarferðar Verkís í október 2021, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum, eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2111210 á dagskrá með afbrigðum.