Nýr dráttarbátur kom til hafnar á Sauðárkróki þann 22. nóvember. Báturinn er af gerðinni Damen árgerð 2007, knúinn tveimur aflvélum sem eru samtals 1500 KW eða 2000 hestöfl. Dráttarbáturinn mun verða mikil lyftistöng fyrir hafnarstarfsemina og auka öryggi sjófarenda til muna.
Hafnarstjóri gerir tillögu að nafni á dráttarbátnum, "Grettir sterki".
Nefndin samþykkir tillöguna og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með bátinn og fagnar þessum merka áfanga. Vígslan á bátnum verður við hátíðlega athöfn núna í desember.
Hafnarstjóri gerir tillögu að nafni á dráttarbátnum, "Grettir sterki".
Nefndin samþykkir tillöguna og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með bátinn og fagnar þessum merka áfanga. Vígslan á bátnum verður við hátíðlega athöfn núna í desember.
Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.