Skráning vegslóða
Málsnúmer 2112067
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 224. fundur - 10.12.2021
Vegna nýlega fenginnar túlkunar Umhverfisstofnunar á 31. og 32.gr. laga um náttúruvernd á þann veg að akstur utan þeirra vega eða slóða sem ekki fara inná vegaskrána um vegi í náttúru Íslands eða sem eru á skrá Vegagerðarinnar teljist utanvegaakstur skv. 1.mgr. 31.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Lögð fram til kynningar samantekt Kára Gunnarssonar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa á breytingu á skráningu vega/slóða fyrir vélknúin ökutæki og hvernig það snýr að landbúnaði og öðrum.