Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

224. fundur 10. desember 2021 kl. 09:00 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps

Málsnúmer 2112081Vakta málsnúmer

Steinn L. Rögnvaldsson, Hrauni, kom á fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um málefni Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps og þá sérstaklega hönnun á endurbyggingu Selnesréttar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að hafin verði undirbúningsvinna við hönnun og áfangaskiptingu verksins í samráði við stjórn fjallskilasjóðsins og starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs.

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um búfjárleyfi frá Alfreð G. Símonarsyni, dagsett 15. nóvember 2021, þar sem hann óskar eftir því að fá að halda 3 hross á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita búfjárleyfi fyrir þrjú hross.

3.Framlög til fjallskilasjóða árið 2022

Málsnúmer 2112063Vakta málsnúmer

Framlögum úthlutað til fjallskilasjóða vegna ársins 2022, samtals 6.245 þús.kr. úr málaflokki 13210-Landbúnaðarmál. Starfsmanni landbúnaðarnefndar falið að tilkynna fjallskilanefndum um úthlutun til viðkomandi fjallskilasjóðs. Landbúnaðarnefnd áréttar að framlag til sjóðanna vegna ársins 2022, verði ekki greitt fyrr en að búið sé að skila ársreikningi fyrir árið 2021.

4.Umsókn um kostnaðarþátttöku við girðingaframkvæmdir

Málsnúmer 2112015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 24. nóvember 2021 frá Skapta Steinbjörnssyni um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við væntanlega endurbyggingu 750-800 mtr. afréttargirðingu ofan Hafsteinsstaða, á árinu 2022.
Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu.

5.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps - ársreikningur 2020

Málsnúmer 2111238Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2020.

6.Skráning vegslóða

Málsnúmer 2112067Vakta málsnúmer

Vegna nýlega fenginnar túlkunar Umhverfisstofnunar á 31. og 32.gr. laga um náttúruvernd á þann veg að akstur utan þeirra vega eða slóða sem ekki fara inná vegaskrána um vegi í náttúru Íslands eða sem eru á skrá Vegagerðarinnar teljist utanvegaakstur skv. 1.mgr. 31.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Lögð fram til kynningar samantekt Kára Gunnarssonar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa á breytingu á skráningu vega/slóða fyrir vélknúin ökutæki og hvernig það snýr að landbúnaði og öðrum.

Fundi slitið - kl. 11:30.