Fara í efni

Rauða fjöðrin 2022

Málsnúmer 2112134

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 997. fundur - 05.01.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2021 frá Lionshreyfingunni á Íslandi og Blindrafélaginu. Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu "Rauða fjöðrin". Nú hefur Lionshreyfingin og Blindrafélagið tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Biðlað er til sveitarfélaganna í landinu um að leggja málinu lið með fjárframlagi við leggjum áherslu á að sem flestir taki þátt og átakið verði því þjóðarátak, varðandi fjárhæð þá höfum við horft til kr. 50.000 til kr. 250.000. framlagi frá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Í framhaldinu verður leitað til fyrirtækja og að lokum til almennings með sölu á rauðu fjöðrinni. Þörfin er brýn.
Byggðarráð samþykkir að leggja 100.000 kr. til átaksins og tekið af fjárhagslið 21890.