Tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur. "Í ljósi covid stöðunnar í samfélaginu og sérstaklega í ljósi þess að starfsmenn leikskóla og grunnskóla sveitarfélaganna hafa fæstir fengið 3ja skammt bóluefnis og eiga ekki að fá þann örvunarskammt fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar, þá legg ég til að Sveitarfélagið Skagafjörður geri skýlausa kröfu á að þessir starfsmenn fái 3ju bólusetningu umsvifalaust."
Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað: Í ljósi umræðu um að hraða bólusetningum starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sér í lagi þeim er vinna í grunn- og leikskólum, viljum við leggja fram eftirfarandi bókun.
Mikilvægi bólusetninga hefur sannað sig á síðustu mánuðum og er er afar brýnt að starfsmenn sveitarfélagsins verði sem fyrst bólusettir með örvunarskammti gegn COVID-19. Um það eru allir sammála. Þann 26. desember sl. sendi áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði, fulltrúum þess og sveitarstjóra, tölvupóst þess efnis að kallað yrði til byggðarráðsfundar sem fyrst til að óska eftir við heilbrigðisyfirvöld að bólusetningum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sér í lagi í leik- og grunnskólum, yrði flýtt umfram þær áætlanir sem heilbrigðisyfirvöld hafa þegar gefið út. Daginn eftir, þann 27. desember, svarar formaður byggðarráðs tölvupóstinum eftir samtal við sveitarstjóra og leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir upplýsingum um stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki (HSN) sem og að málið verði tekið fyrir á almannavarnarnefndarfundi þar sem það eigi betur heima þar. Sama dag samþykkir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra tillögur formanns byggðarráðs. Seinna sama dag, 27. desember, koma umbeðnar upplýsingar frá HSN þar sem fram kom staða bólusetninga og örvunarbólusetninga meðal starfsmanna leik- og grunnskóla. Fundur í almannavarnarnefnd var haldinn daginn eftir þar sem sóttvarnalæknir HSN fór yfir stöðu mála og útskýrði m.a. ástæður þess að umræddur tími væri á milli bólusetninga. Einnig kom fram á þeim fundi að sóttvarnalæknir HSN teldi sig ekki geta farið gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis og heilbrigðisyfirvalda varðandi tímasetningar bólusetninga og bólusetningaráætlun. Að mati undirritaðra var, eftir fund almannavarnarnefndar þar sem áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra á sæti, komin niðurstaða í umrædda beiðni enda ljóst að ekki var hægt að breyta bólusetningaráætlun sóttvarnayfirvalda eingöngu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Það sem kemur fram í færslu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra á Facebook þann 29. desember um málið, þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið vilji hjá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista að taka málið fyrir, er því rangt og skilningur undirritaðra var að samstaða væri um þann feril sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra hafði samþykkt 27. desember. Byggðarráð og sveitarstjórn hafa frá upphafi Covid-faraldursins lagt sig fram um að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda í einu og öllu, enda mikið undir hjá sveitarfélaginu og samfélaginu öllu að faglega verði unnið gegn þessari miklu vá. Um þetta hefur verið einhugur í sveitarstjórn. Það er mikilvægt að sveitarstjórn og byggðarráð haldi áfram á þeirri vegferð og standi með heilbrigðisyfirvöldum næstu mánuði sem vonandi verða þeir síðustu í baráttunni við COVID-19. Því verður að teljast sérstakt að þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar frá HSN á fundi almannavarnanefndar skuli fulltrúi Vinstri grænna og óháðra birta færslu sína og halda áfram að ræða um að mikilvægt sé að byggðarráð þrýsti á að heilbrigðisyfirvöld í Skagafirði breyti út af þeirri áætlun sem sóttvarnalæknir hefur gefið út og fari þannig jafnframt á skjön við öll önnur sveitarfélög landsins. Að mati undirritaðra er réttur ferill slíkra mála á borði Kennarasambandsins, þar sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra á aðkomu, eða á borði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem oddviti Vinstri grænna og óháðra í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar situr. Jafnframt er athyglisvert að lesa að fulltrúi Vinstri grænna og óháðra haldi því fram að engin læknisfræðileg rök séu fyrir ákvörðuninni um tímasetningar örvunarbólusetningar og má velta fyrir sér hvaða rök áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði og fulltrúi sveitarfélagsins í almannavarnarnefnd haldi að ráði þar för. Það er mikilvægt að byggðarráðsfulltrúar fari með rétt mál og því miður var ekki svo í umræddu tilfelli. Það er ekki góður bragur á því fyrir byggðarráðsfulltrúa að þurfa að sverja af sér sakir í bókunum byggðarráðs en stundum ganga menn of langt í skrifum sínum og var það raunin að þessu sinni hjá fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.
Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
Í ljósi umræðu um að hraða bólusetningum starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sér í lagi þeim er vinna í grunn- og leikskólum, viljum við leggja fram eftirfarandi bókun.
Mikilvægi bólusetninga hefur sannað sig á síðustu mánuðum og er er afar brýnt að starfsmenn sveitarfélagsins verði sem fyrst bólusettir með örvunarskammti gegn COVID-19. Um það eru allir sammála.
Þann 26. desember sl. sendi áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði, fulltrúum þess og sveitarstjóra, tölvupóst þess efnis að kallað yrði til byggðarráðsfundar sem fyrst til að óska eftir við heilbrigðisyfirvöld að bólusetningum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sér í lagi í leik- og grunnskólum, yrði flýtt umfram þær áætlanir sem heilbrigðisyfirvöld hafa þegar gefið út.
Daginn eftir, þann 27. desember, svarar formaður byggðarráðs tölvupóstinum eftir samtal við sveitarstjóra og leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir upplýsingum um stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki (HSN) sem og að málið verði tekið fyrir á almannavarnarnefndarfundi þar sem það eigi betur heima þar. Sama dag samþykkir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra tillögur formanns byggðarráðs.
Seinna sama dag, 27. desember, koma umbeðnar upplýsingar frá HSN þar sem fram kom staða bólusetninga og örvunarbólusetninga meðal starfsmanna leik- og grunnskóla. Fundur í almannavarnarnefnd var haldinn daginn eftir þar sem sóttvarnalæknir HSN fór yfir stöðu mála og útskýrði m.a. ástæður þess að umræddur tími væri á milli bólusetninga. Einnig kom fram á þeim fundi að sóttvarnalæknir HSN teldi sig ekki geta farið gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis og heilbrigðisyfirvalda varðandi tímasetningar bólusetninga og bólusetningaráætlun.
Að mati undirritaðra var, eftir fund almannavarnarnefndar þar sem áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra á sæti, komin niðurstaða í umrædda beiðni enda ljóst að ekki var hægt að breyta bólusetningaráætlun sóttvarnayfirvalda eingöngu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Það sem kemur fram í færslu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra á Facebook þann 29. desember um málið, þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið vilji hjá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista að taka málið fyrir, er því rangt og skilningur undirritaðra var að samstaða væri um þann feril sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra hafði samþykkt 27. desember.
Byggðarráð og sveitarstjórn hafa frá upphafi Covid-faraldursins lagt sig fram um að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda í einu og öllu, enda mikið undir hjá sveitarfélaginu og samfélaginu öllu að faglega verði unnið gegn þessari miklu vá. Um þetta hefur verið einhugur í sveitarstjórn. Það er mikilvægt að sveitarstjórn og byggðarráð haldi áfram á þeirri vegferð og standi með heilbrigðisyfirvöldum næstu mánuði sem vonandi verða þeir síðustu í baráttunni við COVID-19. Því verður að teljast sérstakt að þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar frá HSN á fundi almannavarnanefndar skuli fulltrúi Vinstri grænna og óháðra birta færslu sína og halda áfram að ræða um að mikilvægt sé að byggðarráð þrýsti á að heilbrigðisyfirvöld í Skagafirði breyti út af þeirri áætlun sem sóttvarnalæknir hefur gefið út og fari þannig jafnframt á skjön við öll önnur sveitarfélög landsins. Að mati undirritaðra er réttur ferill slíkra mála á borði Kennarasambandsins, þar sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra á aðkomu, eða á borði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem oddviti Vinstri grænna og óháðra í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar situr.
Jafnframt er athyglisvert að lesa að fulltrúi Vinstri grænna og óháðra haldi því fram að engin læknisfræðileg rök séu fyrir ákvörðuninni um tímasetningar örvunarbólusetningar og má velta fyrir sér hvaða rök áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði og fulltrúi sveitarfélagsins í almannavarnarnefnd haldi að ráði þar för.
Það er mikilvægt að byggðarráðsfulltrúar fari með rétt mál og því miður var ekki svo í umræddu tilfelli. Það er ekki góður bragur á því fyrir byggðarráðsfulltrúa að þurfa að sverja af sér sakir í bókunum byggðarráðs en stundum ganga menn of langt í skrifum sínum og var það raunin að þessu sinni hjá fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.