Fara í efni

Hrolleifsdalur SK-28, mælingar á borholu 2022

Málsnúmer 2201190

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 24.02.2022

Samið var við Ísor um mælingar og rannsókn á holu SK-28. Mælingarnar gáfu til kynna að hægt væri að setja kapaldælu á dýpi sem áður hefur ekki verið talið mögulegt. Þessi niðurstaða gefur vonir um að hægt verði að ná meira magni og jafnvel heitara vatni en talið hefur verið hingað til.

Sviðsstjóri fór yfir skýrslu frá Ísor um mælingarnar en niðurstaðan gefur góðar vonir um framhald vinnslu á heitu vatni í Hrolleifsdal.

Veitunefnd - 7. fundur - 24.02.2023

Álagsprófanir á nýrri dælu í borholu SK-28 hafa staðið yfir frá því að dælan var tekin í notkun í desember síðastliðnum. Dælan og holan hafa staðið sig vel og ekki hefur þurft að taka til skömmtunar í Hofsósveitu eins og þurft hefur undanfarin ár. Gæfni holu SK-28 er heldur meiri en reiknað var með en gera þarf frekari rannsóknir á öllu forðasvæðinu til að staðfesta það að hægt sé að ná meira uppúr svæðinu en spár hafa gert ráð fyrir hingað til. Með vorinu verður svæðið álagsprófað með dælingu úr báðum vinnsluholum veitunnar samtímis og þá kemur frekar í ljós hvað svæðið getur afkastað.

Ef áframhaldandi rannsóknir staðfesta að gæfni svæðisins sé meiri en áður var talið og getur það þýtt að fresta megi framkvæmdum við samtengingu Fljóta og Hofsósveitu og flýtt fyrir tengingu annarra svæða við Hofsósveitu.