Fara í efni

HFS - Hofsóshöfn, grjótvörn, 2022

Málsnúmer 2201236

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.

Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.
Stefnt er á að verkið hefjist eftir áramót.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.
Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.