Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

25. fundur 07. desember 2022 kl. 14:00 - 16:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Álfhildur Leifsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Ósk um fund

Málsnúmer 2211242Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 24. fundar byggðarráðs þann 30. nóvember 2022 þar sem lagður var fram tölvupóstur dagsettur 21. nóvember 2022 frá skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls. Stjórn og framkvæmdastjóri deildarinnar óska eftir fundi með sveitarstjóra og byggðarráði til að ræða ýmis málefni deildarinnar. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn skíðadeildarinnar, Sigurður Bjarni Rafnsson og Sigurður Hauksson á fund byggðarráðs til viðræðu.

2.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 2211323Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. nóvember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kjaraviðræður - undirritun umboðs og samkomulags vegna öflunar upplýsinga með rafrænum hætti (gagnalón). Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem til þess veita umboð sitt. Gildistími allra kjarasamninga sveitarfélaga rennur út á næsta ári. Sambandið undirbýr nú kjaraviðræður við 62 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga. Hluti af þeim undirbúningi er að endurnýja fullnaðarumboð sambandsins ásamt því að safna upplýsingum um laun og önnur starfskjör starfsmanna hlutaðeigandi sveitarfélaga/stofnana. Af þessu tilefni óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Umboðið felur m.a. í sér skuldbindingu Skagafjarðar til að afhenda sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins með rafrænum hætti, eða í gegnum svokallað gagnalón. Einnig er óskað eftir heimild sveitarfélagsins til að ópersónurekjanleg launagögn starfsmanna þess verði afhent viðkomandi heildarsamtökum launþega sem um það gera samkomulag við sambandið.
Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir einnig nauðsynlega upplýsingagjöf vegna kjarasamningsgerðarinnar í samræmi við beiðni sambandsins svo fremi að fyllstu persónuverndarsjónarmiða verði gætt.

3.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2211217Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd. Í minnisblaðinu er lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
a. Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Umboðið er skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum á milli sveitarfélaga á Mið-Norðurlandi þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir að vísa bókuninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Dýpkun Sauðárkrókshöfn 2022

Málsnúmer 2209268Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.
Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

5.HFS - Hofsóshöfn, grjótvörn, 2022

Málsnúmer 2201236Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.
Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

6.Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun

Málsnúmer 2108150Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda Skagafjarðarveitna - vatnsveitu: "Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar. Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Fráveita langtímaáætlun

Málsnúmer 2210167Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda fráveitu: "Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára."
Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Gjaldskrá vatnsveitu 2023

Málsnúmer 2210114Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2023

Málsnúmer 2210103Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmmingu rotþróa í Skagafirði fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2023

Málsnúmer 2211252Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir Sauðárkróks- og Hofsóshöfn fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá brunavarna 2023

Málsnúmer 2210101Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2022: "Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu. Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023

Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð vekur athygli á að gert er ráð fyrir að breytt þjónusta í sorphirðu taki gildi í aprílmánuði 2023 þar sem innleiddar verða breytingar sem til koma vegna nýrra laga um hringrásarhagkerfið. Verður þá innleidd söfnun á fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í bæði þéttbýli og dreifbýli. Með því og enn fjölþættari flokkun á móttökustöðvum sorps er ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs og vinna að kolefnishlutleysi Íslands, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, draga úr urðun og minnka eða stöðva alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og að tryggja að úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun svo hann skapi ekki hættu fyrir heilbrigði manna og dýra eða valdi skaða á umhverfinu.
Samhliða breyttri þjónustu á vordögum verður gjaldskráin endurskoðuð og gefin út ný fyrir 1. apríl 2023. Fram til þess greiða notendur hlutfallslega úr ári eftir gjaldskránni sem hér er lögð fram.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023

Málsnúmer 2210102Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skagafirði fyrir árið 2023,sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Gjaldskrá leikskóla 2023

Málsnúmer 2211075Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson óska bókað:
Fulltrúar meirihlutans þeir Einar Eðvald Einarsson og Gísli Sigurðsson lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólapláss fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar á leikskóla í Skagafirði. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir hefur almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Hækkanir á gjöldum eru því óumflýjanlegar en með 6% hækkun erum við að halda þeim í algjöru lágmarki miðað við almennar hækkanir í landinu, en sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er sama hækkun og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.
Rétt er líka að hafa í huga að með tillögunni um gjaldskrárhækkanir er samhliða lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi. Í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja verður hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annarsvegar 40% af dvalargjaldi og hinsvegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem sveitarfélagið setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður jafnframt áfram óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka viðfjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

15.Gjaldskrá Húss frítímans 2023

Málsnúmer 2211090Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

16.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023

Málsnúmer 2211091Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

17.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2023

Málsnúmer 2211237Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2023 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna en miðað verði við 80,4 % líkt og lagt er til í breyttum reglum. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2023 er því 252.238 kr. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

18.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2023

Málsnúmer 2211238Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 7,7% úr 621 kr. í 669 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

19.Greiðslur v. þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn 2023

Málsnúmer 2211239Vakta málsnúmer

Lögð fram greiðsluviðmið stuðningsfjölskyldna 2023 sem samþykkt voru á 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022 og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

20.Gjaldskrá heimaþjónustu 2023

Málsnúmer 2211243Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

21.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023

Málsnúmer 2211246Vakta málsnúmer

Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstundar í NPA samningum árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

22.Heilsuræktarstyrkur 2023

Málsnúmer 2209170Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um heilsueflingarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrir árið 2023 verður styrkupphæðin allt að 20.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
VG og óháð fagna því að tillaga okkar um að starfsfólk sveitarfélagsins geti nú einnig hugað að andlegri heilsu með styrk frá sveitarfélaginu hafi verið samþykkt, sem og hækkun á styrknum upp í 20 þúsund krónur. Vonandi kemur sú upphæð til með að hækka á næstu árum með áframhaldandi velferð starfsfólks sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson leggja áherslu á að góð heilsa og vellíðan starfsmanna sé sveitarfélaginu mikilvæg og skili aukinni starfsánægju og færri veikindafjarvistum. Með þessum reglum sem hér eru lagðar fram um heilsueflandi styrki er verið að hækka styrkupphæðina um 33% frá fyrra ári sem verður að teljast veruleg hækkun milli ára. Jafnframt er opnað á þann möguleika að fólk geti sótt um styrkinn til greiðslu á sálfræðiþjónustu eða annarri þjónustu sérfræðinga vegna andlegrar líðan. Við teljum því að um verulega bætingu sé að ræða sem muni nýtast starfsmönnum sveitarfélagsins enn betur til heilsueflingar á komandi ári.

23.Viðbótarniðurgreiðslur 2023

Málsnúmer 2211344Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um viðbótarniðurgreiðslu dvalargjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

24.Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu

Málsnúmer 2202110Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

25.Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2023

Málsnúmer 2211245Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

26.Reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur

Málsnúmer 2211063Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

27.Reglur fyrir Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 2211067Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur fyrir Dagdvöl aldraðra í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

28.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2211070Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

29.Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar

Málsnúmer 2211066Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

30.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2208289Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

31.Samþykkt um fráveitu Skagafjarðar

Málsnúmer 2208287Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um fráveitu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

32.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 2208288Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:19.