Fara í efni

SAK - Sauðárkrókshöfn stálþil, 2022

Málsnúmer 2201237

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 8. fundur - 24.11.2022

Vegagerðin og Skagafjarðarhafnir buðu út endurbyggingu efri garðs á Sauðárkróki sl. haust og helstu verkþættir voru:
Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi bryggju.
Þilskurður fyrir stálþilsrekstur um 90 m.
Grafa fyrir akkerisstögum og ganga frá stagbita og stögum.
Jarðvinna, fylling og þjöppun.
Reka niður 67 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ20-700 og ganga frá stagbitum og stögum.
Steypa um 90 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Eitt tilboð barst í verkið sem var 100% yfir kostnaðaráætlun og því var hafnað. Stefnt er að því að bjóða verkið út aftur eftir áramót.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.