Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 426

Málsnúmer 2202015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Fundargerð 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
    Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Lagður var fram til kynningar og umræðu úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 03.02. 2022 í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 139/2021. Kærð hafði verið ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 28. júlí 2021, sem staðfest var í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar 9. ágúst s.á., um að samþykkja stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss. Úrskurðurinn var á þá leið að felld var úr gildi framangreind „ákvörðun byggðarráðs Skagafjarðar frá 9. ágúst 2021 um stækkun byggingarreits og lóðar nr. 5 við Melatún á Sauðárkróki og heimila byggingu parhúss“.
    Farið var yfir forsendur úrskurðarins með lögmanni sveitarfélagsins. Benti lögmaðurinn á að niðurstaðan byggði fyrst og fremst á því að þau þrjú atriði sem hin kærða ákvörðun laut að, þ.e. stækkun byggingarreits, stækkun lóðar og að heimiluð sé bygging parhúss á lóðinni, yrðu ekki ákveðin nema með deiliskipulagi. Benti lögmaðurinn á að mögulega ætti síðasta atriðið ekki heima þarna enda ekki að finna í aðalskipulagi sveitarfélagsins eða annarsstaðar skilmála um að í viðkomandi skipulagsreit, ÍB-3.9, mætti einungis byggja einbýlishús. Að öðru leyti taldi lögmaðurinn að úrskurðurinn skýrði sig sjálfur.
    Fram kom meðal fulltrúa nefndarinnar að ekki væri rétt að sveitarfélagið leggi í það deiliskipulagsferli sem þarf svo lóðin nýtist sem tvíbýlishúsalóð enda hafi lóðarhafi fengið henni úthlutað til þess að reisa á henni einbýlishús. Þá væri, með hliðsjón af röksemdum úrskurðarnefndarinnar í framangreindum úrskurði, ekki ástæða til þess að sveitarfélagið leitist við að hnekkja úrskurðinum.
    Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir samskiptum við viðkomandi lóðarhafa og var skipulagsfulltrúa falið að tilkynna lóðarhafa um framangreinda umfjöllun nefndarinnar og svara bréfi lóðarhafa til sveitarfélagsins dags. 17.02. 2022.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Verkfræðistofan Stoð ehf. leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu eftir breytingar vegna innsendra athugasemda. Á fundi 10. febrúar sl. fjallaði umhverfis- og samgöngunefnd um tillöguna og samþykkti nefndin þær breytingar sem gerðar hafa verið og vísar tillögunni til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrirhugað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún og Sætún, Hofsóskirkju, Hofsóskirkjugarð og Prestbakka á Hofsósi. Fyrirhugað skipulagssvæði er 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Við skipulagsvinnuna er horft til þess að íbúðarbyggðin þróist í tengslum við núverandi byggð og innviði sem samfelld og heildstæð byggð. Markmið deiliskipulagsins um skilgreiningu lóða og byggingarreita fyrir áformaða uppbyggingu er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 2110124 - Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir dsk

    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til leik- og grunnskólasvæðisins á Hofsósi. Tillagan afmarkast af Lindargötu að vestan, Hofsósbraut (77) að norðan, að austan af vegtengingu aðkomuvegar við Hofsósbraut og að sunnan af línu um það bil 35 m frá Austurgötu. Skólagata, landnr. 146652, er í dag 15.079 m² þjónustulóð og þar hefur verið starfræktur grunnskóli. Á lóðinni er skólahús byggt árið 1951 og 1972 ásamt leikskóla sem byggður er árið 2020.
    Í skipulagstillögu eru skapaðar forsendur til uppbyggingar íþróttamannvirkis á lóð grunnskólans.
    Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir einni, 16.660 m² þjónustulóð. Á lóðinni hefur verið starfræktur leik- og grunnskóli en við bætist íþróttahús.
    Innan lóðarinnar kemur 1578 m² byggingarreitur fyrir íþróttahús. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,25. Utan byggingarreits er heimilt að reisa leiktæki og annað sem tengist starfsemi á lóðinni. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 47, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Hofsós Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Í gildi er eldra deiliskipulag frá 1987 fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Komi til gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi sami hluti í eldra deiliskipulagi. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið.
    Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Við gerð deiliskipulagsins verður horft til þess að endurhanna eða breyta aðkomu inn á svæðið þar sem núverandi aðkoma er kröpp og liggur nálægt Freyjugötu 11. Helstu markmið tillögunnar eru eftirfarandi:
    Að skapa betra skjól og rýmismyndum með nýjum byggingum og gróðri.
    Styrkja og bæta götumynd við Freyjugötu og Strandveg.
    Þétta byggð miðsvæðis á Sauðárkróki og nýta þannig betur núverandi innviði.
    Beina lífi inn á miðbæjarsvæðið með auknum fjölda íbúa.
    Vernda heildarsvipmót byggðarinnar með nærgætinni hönnun húsa sem samsvarar sig við eldri og nærliggjandi byggð.
    Breyta aðkomu inn á svæðið m.t.t. umferðaröryggis og næðis fyrir íbúa í hverfinu.
    Fjöldi bílastæða skuli miðast við eftirfarandi stærðarviðmið: Eitt bílastæði á hverja íbúð 50 m2 og minni og 1-2 bílastæði á íbúðir yfir 50m2
    eftir því sem aðstæður leyfa.

    Áformaður uppbyggingarreitur afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrarstígs til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata og frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur, en er nú horfinn.

    Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Freyjugötureitur - Deiliskipulag.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Erindið áður á dagskrá 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

    Í umsókn umsækjanda kemur m.a. eftirfarandi fram:
    „Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki.
    Þórunn Halldórsdóttir, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handa við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda.“

    Skipulagsfulltrúi leitaði umsagnar Veðurstofu Íslands vegna erindisins og í svari VÍ segir m.a. „að Suðurgata 22 sé utan hættusvæða samkvæmt ofanflóðahættumati fyrir Sauðárkrók og því engar takmarkanir á því sem má byggja á lóðinni vegna ofanflóðahættu.“

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt enda falli framkvæmdin að gildandi deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrir hönd Suðurleiða sækir Gísli Rúnar Jónsson um iðnaðarlóðir við Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1 á Sauðárkróki. Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson um iðnaðarlóð við Borgarteig 4.
    Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi:
    Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður.
    Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur.
    Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleignarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar.
    Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Fyrir hönd Suðurleiða sækir Gísli Rúnar Jónsson um iðnaðarlóðir við Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1 á Sauðárkróki. Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson um iðnaðarlóð við Borgarteig 4.
    Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi:
    Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður.
    Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur.
    Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleingarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar.
    Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Magnús Sigmundsson, Pétur Gunnar Sigmundsson, Sigmundur Magnússon og Arion banki, þinglýstir eigendur Vindheimamela, landnúmer 146250 óska eftir staðfestingu á ytri afmörkun landsins skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 725151, dags. 10. des. 2021. Óskað er eftir því að ytri afmörkun fylgi girðingu líkt og meðfylgjandi uppdráttur S-01 gerir grein fyrir. Fyrir breytingu er stærð landsins 43,2 ha en verður 41,56 ha eftir breytingu. Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landareigna um ágreiningslaus merki.

    Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 20,92 ha spildu úr landi Vindheimamela, L146250, sem „Vindheimamelar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-02 í verki 725151 útg. 10. des. 2021. Afstöðuppdrættir voru unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Ekki er óskað eftir breyttri landnotkun og landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

    Engin fasteign er á útskiptri spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Vindheimamelar, L146250, er ekki skráð í lögbýlaskrá 2020.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Ingvar Gýgjar Jónsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Gýgjarhóls, landnúmer 145974 óskar hér með eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151, og laga nr. 123/2010.

    Staðfestingar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 til S03 í verki 74330102, útg. 11. febrúar 2022. Hnitsetning byggir á þinglýstum heimildum sem getið er á forsenduskjali/uppdrætti S04. verk 74330102.

    Þá er óskað eftir heimild til að stofna fjórar spildur úr landi jarðarinnar Gýgjarhóls, landnúmer 145974. Jarðirnar, Gýgjarhóll 1, Gýgjarhóll 2, lóðina Gýgjarhóll 3 og jörðina Gýgjarhóll 4, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S05 til S07 í verki 74330102, útg. 11. febrúar. 2022. Framangreindir uppdrættir unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Þá er óskað eftir því að útskipt spilda, Gýgjarhóll 3 verði skráð Annað land (80).
    Lögbýlarétturinn fylgir áfram öllum þessum jörðum.
    Staðföng útskiptra landa vísar í heiti upprunajarðarinnar.
    Innan merkja Gýgjarhóls 1 standa eftirtaldar byggingar.
    Matshlutar, 04 fjós, 05 hlaða, 06 votheysturn, 09 véla/verkfærageymsla, 11 mjólkurhús, 12 fjós/áburðarkj, 13 votheysturn.
    Matshluti 02, hlunnindi í Sæmundará auk veiðiréttar í Héraðsvötnum fylgja jörðinni Gýgjarhóll 4.

    Ofangreind umbeðin landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og skerða ekki landbúnaðarsvæði.

    Magnús Ingvarsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Brúnar landnúmer 176586 staðfestir með undirskrift sinni hnitsetningu þeirrar jarðar.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir sækja um fyrir hönd RBR ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Álfgeirsvalla, landnúmer 146143, um heimild til að stofna 1080 m² byggingarreit í landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis Efribyggðarvegar en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 13,92 metrar frá Efribyggðarvegi.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir rökstuðningi varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska hér með eftir heimild til að stofna 1560 m² byggingarreit á landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdrátturinn var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,20. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega enda liggur byggingarreitur sem sótt er um hærra en vegurinn. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 40,01 metrar frá Efribyggðarvegi.
    Möguleikar á umbótum Efribyggðarvegar á þessum kafla skerðast því ekki með staðsetningu byggingarreits.
    Tillaga að aðkomu er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Viðræður landeigenda við Vegagerð um nýja vegtengingu eru í gangi.
    Nefndin leggur til að fenginni jákvæðrar umsagnar minjavarðar og Vegagerðarinnar að sótt verði um undanþágu til Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu frá 100 m fjarlægðarreglu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Meyjarland, landnúmer 145948 óskar eftir heimild til að stofna tvær spildur úr landi jarðarinnar, sem „Meyjarland vegsvæði 1“ og „Meyjarland vegsvæði 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712503 útg. 20. des. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Meyjarland vegsvæði 1 verður 1.970 m².
    Meyjarland vegsvæði 2 verður 2.575 m².
    Þá er óskað eftir því að útskiptar spildur verði leystar úr landbúnaðar notkun og skráð notkun verði Annað land (80).
    Innan útskiptra spildna er vegtenging við Reykjastrandarveg (748) og heimreiðarvegur að Meyjarlandi lóð, L188621 og gerð er kvöð á báðum spildum um yfirferðarrétt að Meyjarlandi lóð um umrædda heimreið. Þar sem útskiptar spildur þjóna Meyjarlandi lóð vísa landheiti til þeirrar landareignar og landnotkunar spildnanna. Þá er settur staðgreinir til að greina á milli útskiptra spildna.
    Engin fasteign er innan útskiptra spildna.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Meyjarlandi, landnr. 145948.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.

    Þá óska þinglýstir eigendur Meyjarlands, L145948, og Meyjarlands lóðar, L188621, eftir því að hnitsett afmörkun Meyjarlands lóðar verði skráð í landeignaskrá. Afmörkun og hnitaskrá landsins á meðfylgjandi uppdrætti er skv. uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu nr. S01, dags. ágúst 2001 úr verki 7125, sem vísað er til í þinglýstu skjali nr. 718/2001. Til viðbótar eru hnit nr. LM06, LM07 og LM08 sem eru sótt í afmörkun Meyjarlands lóðar, L188621, eins og hún er skilgreind á uppdrætti dags. ágúst 2001. Stærð Meyjarlands lóðar er 5,8 ha.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 02.02.2022 síðastliðinn. Rúnar Páll Dalmann Hreinsson sækir um heimild til að stofna 1.408 m² byggingarreit á landi lóðarinnar Grinda, landnúmer 146530, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti útg. 09.02.2022 unnin af Rögnvaldi Harðarsyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjárhús. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 426 Rarik ohf, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, sækir um breytingu á deiliskipulagi á reit tengivirkis í Varmahlíð. Rarik hyggst reisa hús yfir spennavirki við núverandi stöðvarhús. Vegna jarðstrengja er erfiðleikum bundið að reisa húsið vestan stöðvarhússins og því er gert ráð fyrir því austan megin.
    Deiliskipulagsbreytingin felst í því að færa byggingarlínu austan til á lóð 5 metra lengra til austurs.
    Nýlega reist stöðvarhús Landsnets er fært inn á meðfylgjandi uppdrátt svo og aðkoma að því. Önnur atriði deiliskipulagsins eru óbreytt.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting.
    Samþykkt samhljóða