Byggðarráð Skagafjarðar - 1005
Málsnúmer 2202020F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Fundargerð 1005. fundar byggðarráðs frá 2. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Byggðarráð lýsir yfir fullum stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sama efnis. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu - 2203021 Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Byggðarráð samþykkir breytingar á gjaldtöku fyrir vistun barna tímabilið 29. janúar til 25. febrúar 2022 vegna sóttkvíar og einangunar skv. fyrirskipun yfirvalda vegna Covid-19 veirunnar. Greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla og frístund. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-005189, dagsett 21. febrúar 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn um tækifærisleyfi í Félagsheimilinu Árgarði vegna góugleði þann 12. mars 2022. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.
- .4 2202217 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlunByggðarráð Skagafjarðar - 1005 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2022, Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun þannig að stækkanir á virkjunum sem þegar eru í rekstri verði undanskildar ferli rammaáætlunar.
Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2022, Breyting á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.
Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar eiga íbúar á svæðum sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma rétt á niðurgreiðslu kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis. Fjárhæð slíkra styrkja skal jafngilda átta ára áætluðum niðurgreiðslum sem lækka í réttu hlutfalli við orkusparnað tengdan umhverfisvænni orkuöflun og/eða aðgerðum sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun. Þannig þarf notandi að leggja fram upplýsingar um orkunotkun síðustu fimm ára, meta sjálfur tæknilegan ávinning framkvæmdarinnar, lækka niðurgreiðslustuðul sinn út frá eigin áhættumati og meta aukna raforkunotkun til framtíðar til að forðast óþarfa kostnað. Með frumvarpinu er lagt til að slíkur styrkur nemi helmingi af kostnaði við kaup á búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar, svo sem varmadælu, og að endurgreiðslur notenda verði ekki skertar.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu og lýsir yfir stuðningi við framgöngu þess. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2022. Nefndin telur mikilvægt að sveitarstjórnir séu upplýstar um helstu áhersluatriði hennar til að hægt sé að hafa þau til hliðsjónar.
Á árinu 2022 verða eftirfarandi aðgerðir framkvæmdar vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga:
1. Yfirferð ársreikninga 2021 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
2. Yfirferð fjárhagsáætlunar 2022-2025 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
3. Yfirferð á endurskoðunarskýrslum 2021 en þar koma fram upplýsingar um fjármál og fjármálastjórn og lúta að hlutverki EFS í 79. gr. sveitarstjórnarlaga um almennt eftirlit með að þessir þættir séu í samræmi við lög og reglur.
4. Yfirferð á fjárhagslegum samskiptum milli A- og B-hluta.
5. Yfirferð á fjármálum A-hluta með tilliti til fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga og samspils við B-hluta fyrirtæki.
6. Yfirferð skuldbindingayfirlits og framsetning þess í ársreikning.
Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1005 Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 21. febrúar 2022, frá Ríkislögreglustjóra og sviðsstjóra almannavarna stofnunarinnar. Þar kemur fram að almannavarnir eru að hrinda af stað rafrænu eftirliti með stöðu almannavarnastarfs í vefgátt. Könnunin er liður í starfi Almannavarna ríkislögreglustjóra til að uppfylla kröfur í 7. gr. laga um almannavarnir þar sem segir að ríkislögreglustjóri hafi eftirlit með almannavörnum sveitarfélaga. Ætlunin er að gera sambærilega könnun árlega sem hluta af virku eftirliti og samvinnu með almannavörnum sveitarfélaga.
Í fyrsta áfanga er könnunin gerð hjá sveitarfélögunum en á næstu árum verður umfang könnunarinnar útvíkkað og hún gerð hjá öllum þeim sem eiga að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli, viðbragðsáætlanir og sinna æfingum. Könnunin tekur á þeim ákvæðum í almannavarnalögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, sem varða sveitarfélög með útgangspunkt í því að í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem vinnur að gerð hættumats og viðbragðsáætlana.
Í bréfinu er jafnframt óskað eftir tengilið sveitarfélagsins sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Tengiliður Sveitarfélagsins Skagafjarðar er Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar sem jafnframt er formaður Almannavarnarnefndar Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 1005. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.