VHL - Birkimelur áfangi 1, 2022
Málsnúmer 2202029
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1015. fundur - 18.05.2022
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hönnun og útboðslýsingu á gatnagerð við Birkimel í Varmahlíð. Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í lokuðu útboði.
Byggðarráð Skagafjarðar - 2. fundur - 22.06.2022
Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 3. júní 2022. Föstudaginn 3. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið, Birkimelur Varmahlíð - Gatnagerð 2022“. Um var að ræða lokað útboð og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin og útreikningsskekkjur leiðréttar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 32.286.250 kr. Tilboð Vinnuvéla Simonar ehf. nam 40.781.307 kr., 126,3% af kostnaðaráætlun og tilboð Víðimelsbræðra ehf. í verkið var 34.046.612 kr., 105,5% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þegar metið sé hvort rétt sé að ljúka samningi við lægstbjóðanda skuli þó metin áhætta af því að í gangi er kærumál um deiliskipulag sem er grundvöllur þess framkvæmdaleyfis sem verkið byggir á.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þegar metið sé hvort rétt sé að ljúka samningi við lægstbjóðanda skuli þó metin áhætta af því að í gangi er kærumál um deiliskipulag sem er grundvöllur þess framkvæmdaleyfis sem verkið byggir á.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022
Skrifað var undir samning um verkið við Víðimelsbræður ehf. þann 30. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða um 150 m lengingu götunnar til suðurs og bætast þar með við 3 parhúsalóðir, 3 einbýlishúsalóðir og ein fjögurra íbúða raðhúsalóð. Framkvæmdir við verkið eiga að hefjast í byrjun september og gert er ráð fyrir að verklok við þennan áfanga verði í lok október næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að þessi áfangi sé kominn á framkvæmdastig og óskar íbúum Varmahlíðar til hamingju með að möguleiki á stækkun byggðarinnar er að verða að veruleika.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að þessi áfangi sé kominn á framkvæmdastig og óskar íbúum Varmahlíðar til hamingju með að möguleiki á stækkun byggðarinnar er að verða að veruleika.