Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Túngata 10, Hofsósi
Málsnúmer 2111221Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð dagsett 14. júní 2022 í fasteignina F214-3720 Túngata 10 á Hofsósi, frá Ölmu Björk Ragnarsdóttur og Guðmundi Skúla Halldórssyni. Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir sölu fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði tilboðsgjafa.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði tilboðsgjafa.
2.Skagafjörður - malbikun 2022, útboð og útboðslýsing
Málsnúmer 2205231Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 10. júní 2022. Föstudaginn 10. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið Sauðárkrókur og Hofsós - Malbikun 2022. Um var að ræða lokað útboð, og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin. Engar útreikningsskekkjur fundust. Kostnaðaráætlun var upp á 71.951.900 kr. Tilboð Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. var 94,2% af áætlun, 67.767.538 kr. og tilboð Vinnuvéla Símonar ehf. nam 73.501.863 kr., 102,2% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
3.VHL - Birkimelur áfangi 1, 2022
Málsnúmer 2202029Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 3. júní 2022. Föstudaginn 3. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið, Birkimelur Varmahlíð - Gatnagerð 2022“. Um var að ræða lokað útboð og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin og útreikningsskekkjur leiðréttar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 32.286.250 kr. Tilboð Vinnuvéla Simonar ehf. nam 40.781.307 kr., 126,3% af kostnaðaráætlun og tilboð Víðimelsbræðra ehf. í verkið var 34.046.612 kr., 105,5% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þegar metið sé hvort rétt sé að ljúka samningi við lægstbjóðanda skuli þó metin áhætta af því að í gangi er kærumál um deiliskipulag sem er grundvöllur þess framkvæmdaleyfis sem verkið byggir á.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þegar metið sé hvort rétt sé að ljúka samningi við lægstbjóðanda skuli þó metin áhætta af því að í gangi er kærumál um deiliskipulag sem er grundvöllur þess framkvæmdaleyfis sem verkið byggir á.
4.Frisbígolfvöllur á Hofsósi
Málsnúmer 2205209Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 1. fundi byggðarráðs þann 16. júní 2022. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2022 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Samtökin hafa unnið að undirbúningi frisbígolfvallar á Hofsósi og óska þau leyfis til að fá að staðsetja hann samkvæmt loftmynd af svæðinu, sem fylgir erindinu.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir staðsetningu frisbígolfvallar eins og fyrirliggjandi teikning sýnir, með þeim fyrirvara að tillit verði tekið til athugasemda rekstraraðila tjaldsvæðisins á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir staðsetningu frisbígolfvallar eins og fyrirliggjandi teikning sýnir, með þeim fyrirvara að tillit verði tekið til athugasemda rekstraraðila tjaldsvæðisins á Hofsósi.
5.Erindi vegna fasteignagjalda
Málsnúmer 2206224Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók.
6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2022
Málsnúmer 2206215Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 14. júní 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
7.Helgustaðir L192697 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2206160Vakta málsnúmer
Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 13. júní 2022, úr máli 2022-021222 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 10.06.2022 sækir Daniel Þórarinsson, f.h. Dalaseturs ehf, kt.560419-0230, um leyfi til að reka gististað í þremur húsum í flokki III að Helgustöðum, 566 Hofsós. Fastanúmer 226-2015, þrjú hús með 6 gestum í hverju húsi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Brúnastaðir L224558, frístundahús - Umsagnarbeiði vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2206161Vakta málsnúmer
Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 13. júní 2022, úr máli 2022-021405 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 13.06.2022 sækir Stefanía Leifsdóttir f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt.680911-0530, um leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum, veitingaleyfi í flokki II í frístundahúsi á Brúnastöðum, 570 Fljót. Fastanúmer 2325984.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.Skipan í samráðshóp vegna stuðnings við samfélagsleg verkefni í Skagafirði
Málsnúmer 2206237Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að endurtilnefna fulltrúa Skagafjarðar í áður skipaðan samráðshóp með Kaupfélagi Skagfirðinga, samanber fundargerð byggðarráðs frá 25.08. 2021. Fulltrúar verði aðalmenn byggðarráðs ásamt áheyrnarfulltrúa og sveitarstjóra.
10.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneyti til kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 2206208Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur til sveitarstjórnarfulltrúa, dagsettur 16. júní 2022 frá innviðaráðuneytinu. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið hlakkar til að leggjast á árarnar með fulltrúum nýrra sveitarstjórna við áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélaga um land allt. Alþingi steig mikilvægt skref í þessa átt með samþykkt þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 á lokadegi þingsins í gær. Áætlunin hefur að geyma hvorki meira né minna en 44 aðgerðir til að stuðla að blómlegri byggð á landinu.
Innviðaráðuneytið ýtti nýlega úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Ríkur þáttur í þeirri vinnu felst í því að leita álits kjörinna fulltrúa í þessum þremur málaflokkum.
Með hliðsjón af því verður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um stöðu helstu verkefna, áskoranir, valkosti og tækifæri í málaflokkunum með rafrænum hætti á næstu dögum. Óskað verður eftir að framlag sveitarfélaganna berist ráðuneytinu í byrjun júlí. Því verður svo fylgt eftir í hringferð ráðuneytisins um landið síðar á árinu.
Innviðaráðuneytið ýtti nýlega úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Ríkur þáttur í þeirri vinnu felst í því að leita álits kjörinna fulltrúa í þessum þremur málaflokkum.
Með hliðsjón af því verður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um stöðu helstu verkefna, áskoranir, valkosti og tækifæri í málaflokkunum með rafrænum hætti á næstu dögum. Óskað verður eftir að framlag sveitarfélaganna berist ráðuneytinu í byrjun júlí. Því verður svo fylgt eftir í hringferð ráðuneytisins um landið síðar á árinu.
Fundi slitið - kl. 14:56.
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2206237 á dagskrá með afbrigðum.