Fara í efni

Refa- og minkaveiði 2022

Málsnúmer 2202067

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 17.03.2022

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur fram drög að úthlutun veiðikvóta refa og minka vegna ársins 2022.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að verðlaun fyrir veidda minka hækki í 11.000 kr á dýr til ráðinna veiðimanna. Verðlaun fyrir ref verði óbreytt frá fyrra ári, jafnframt er samþykkt að greiða 15.000 kr. fyrir útkall til refaveiða að beiðni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og 20.000 kr fyrir dýrbíta.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 227. fundur - 07.04.2022

Landbúnaðarnefnd staðfestir framlagðar áætlanir um veiði á mink og ref á árinu 2022. Einnig samþykkt að kalla ráðna veiðimenn til fundar þann 25. apríl n.k.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 228. fundur - 25.04.2022

Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2022. Fjárhæðir verðlauna vegna veiða var samþykkt á 226. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. mars s.l. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2022. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kristján B. Jónsson, Garðar Páll Jónsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Ingi Sigurðsson, Friðrik Andri Atlason, Herbert Hjálmarsson, Jón Númason, Hafþór Gylfason og Egill Yngvi Ragnarsson.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Nefndin samþykkir breytingu á áðursamþykktri gjaldskrá, þannig að greiðsla fyrir unna hvolpafulla refalæðu verði tvöföld (grendýr) gegn því að stafræn mynd með staðsetningu fylgi reikningi.