Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

227. fundur 07. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2204051-Viðhald skilarétta í sveitarfélaginu - skipan starfshóps og mál 2202067-Refa- og minkaveiði 2022, á dagskrá með afbrigðum.

1.Fyrirkomulag eftirleita í Vesturfjöllum

Málsnúmer 2202141Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 226. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. mars 2022. Á fund nefndarinnar voru boðaðir fjallskilastjórar eftirtalinna fjallskiladeilda: Hegranes, Skarðsdeild, Sauðárkrókur, Staðardeild og Seyludeild úthluti. Fundinn sátu Úlfar Sveinsson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Jóhann M. Jóhannsson og Jónína Stefánsdóttir. Góðar og málefnalegar umræður fóru fram og samþykkt að Kári Gunnarssonn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hói saman fjallskila- og gangnastjórum á svæðinu síðsumars til að skipuleggja komandi göngur í haust.

2.Áburðarverksmiðja

Málsnúmer 2204022Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd fagnar þeim áformum HS Orku, Fóðurblöndunnar og Kaupfélags Skagfirðinga að kanna hagkvæmni þess að reisa innlenda áburðarverksmiðju. Slík verksmiðja gæti aukið sjálfbærni innlendar matvælaframleiðslu og samtímis skapað öruggari skilyrði til föðuröflunar í landbúnaði. Óheyrilegar hækkanir á innfluttum áburði gera enn augljósari nauðsyn þess að framleiða sem mest af innlendum áburði, lífrænum sem ólífrænum.

3.Viðhald skilarétta í sveitarfélaginu - skipan starfshóps

Málsnúmer 2204051Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd samþykkir að skipa starfshóp um viðhald skilarétta í sveitarfélaginu. Í starfshópnum verði formaður landbúnaðarnefndar, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs. Starfshópnum falið að gera framkvæmdaáætlun og forgangsröðun stærri viðhaldsverkefna fyrir næstu fimm ár.

4.Refa- og minkaveiði 2022

Málsnúmer 2202067Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd staðfestir framlagðar áætlanir um veiði á mink og ref á árinu 2022. Einnig samþykkt að kalla ráðna veiðimenn til fundar þann 25. apríl n.k.

5.Ársreikningur 2021 Fjallsk.sjóður Hegraness

Málsnúmer 2203178Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 15:16.