Fyrirkomulag eftirleita í Vesturfjöllum
Málsnúmer 2202141
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 227. fundur - 07.04.2022
Málið áður á dagskrá 226. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. mars 2022. Á fund nefndarinnar voru boðaðir fjallskilastjórar eftirtalinna fjallskiladeilda: Hegranes, Skarðsdeild, Sauðárkrókur, Staðardeild og Seyludeild úthluti. Fundinn sátu Úlfar Sveinsson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Jóhann M. Jóhannsson og Jónína Stefánsdóttir. Góðar og málefnalegar umræður fóru fram og samþykkt að Kári Gunnarssonn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hói saman fjallskila- og gangnastjórum á svæðinu síðsumars til að skipuleggja komandi göngur í haust.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 228. fundur - 25.04.2022
Með tilvísun í bókun landbúnaðarnefndar á 226. fundi nefndarinnar þann 17. mars 2022, þá samþykkir landbúnaðarnefnd framlagaða tillögu um að greiða upp í útlagðan kostnað með inneignarkortum vegna eldsneytis. Fjármagnið vegna þessa verði tekið af framlögum til fjallskiladeilda árið 2022.
Nefndin er sammála um að kalla fjallskilastjóra á viðkomandi svæði á næsta landbúnaðarnefndarfund. Umhverfis- og landabúnaðarfulltrúa falið að leita leiða til að bæta þeim aðilum sem staðið hafi í handsömun á eftirlegufé í Vesturfjöllunum útlagðan kostnað vegna ársins 2021-2022.