Fara í efni

Fyrirkomulag eftirleita í Vesturfjöllum

Málsnúmer 2202141

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 226. fundur - 17.03.2022

Andrés Helgason bóndi í Tungu, Gönguskörðum, kom á fund landbúnaðarnefndar undir þessum dagskrárlið til viðræðu um slælegar fjárleitir í Vesturfjöllum, sérstaklega svæðið frá Gyltuskarði norður til Hryggjadals. Síðustu ár hefur Andrés ásamt fleirum sótt fjölda fjár að loknum hefðbundnum leitum. Andrés og félagar hans hafa gert þetta að eigin frumkvæði og varið til þess ómældri vinnu og kostnaði.
Nefndin er sammála um að kalla fjallskilastjóra á viðkomandi svæði á næsta landbúnaðarnefndarfund. Umhverfis- og landabúnaðarfulltrúa falið að leita leiða til að bæta þeim aðilum sem staðið hafi í handsömun á eftirlegufé í Vesturfjöllunum útlagðan kostnað vegna ársins 2021-2022.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 227. fundur - 07.04.2022

Málið áður á dagskrá 226. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. mars 2022. Á fund nefndarinnar voru boðaðir fjallskilastjórar eftirtalinna fjallskiladeilda: Hegranes, Skarðsdeild, Sauðárkrókur, Staðardeild og Seyludeild úthluti. Fundinn sátu Úlfar Sveinsson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Jóhann M. Jóhannsson og Jónína Stefánsdóttir. Góðar og málefnalegar umræður fóru fram og samþykkt að Kári Gunnarssonn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hói saman fjallskila- og gangnastjórum á svæðinu síðsumars til að skipuleggja komandi göngur í haust.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 228. fundur - 25.04.2022

Með tilvísun í bókun landbúnaðarnefndar á 226. fundi nefndarinnar þann 17. mars 2022, þá samþykkir landbúnaðarnefnd framlagaða tillögu um að greiða upp í útlagðan kostnað með inneignarkortum vegna eldsneytis. Fjármagnið vegna þessa verði tekið af framlögum til fjallskiladeilda árið 2022.