Fara í efni

Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2202218

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1005. fundur - 02.03.2022

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2022. Nefndin telur mikilvægt að sveitarstjórnir séu upplýstar um helstu áhersluatriði hennar til að hægt sé að hafa þau til hliðsjónar.
Á árinu 2022 verða eftirfarandi aðgerðir framkvæmdar vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga:
1. Yfirferð ársreikninga 2021 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
2. Yfirferð fjárhagsáætlunar 2022-2025 og samanburður við fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga og fjárhagsleg viðmið EFS.
3. Yfirferð á endurskoðunarskýrslum 2021 en þar koma fram upplýsingar um fjármál og fjármálastjórn og lúta að hlutverki EFS í 79. gr. sveitarstjórnarlaga um almennt eftirlit með að þessir þættir séu í samræmi við lög og reglur.
4. Yfirferð á fjárhagslegum samskiptum milli A- og B-hluta.
5. Yfirferð á fjármálum A-hluta með tilliti til fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga og samspils við B-hluta fyrirtæki.
6. Yfirferð skuldbindingayfirlits og framsetning þess í ársreikning.