Skipulags- og byggingarnefnd - 427
Málsnúmer 2203002F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Fundargerð 427. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 427 Skipulagsfulltrúi lagði fram viðbrögð við útsendum umsagnarbeðnum vegna vega í náttúru Íslands og efnistökusvæða í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga sem nefndin var einhuga um. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 með framangreindum uppfærslum til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun. Samþykkt samhljóða.