Byggðarráð Skagafjarðar - 1006
Málsnúmer 2203008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Fundargerð 1006. fundar byggðarráðs frá 9. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.
Sveitarfélagið Skagafjörður lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum. Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkir jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu. Samþykkt samhljóða. - .2 2202296 Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins SkagafjarðarByggðarráð Skagafjarðar - 1006 Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skipan undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar - 2202296. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Málið rætt. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lögð fram svohljóðandi bókun 350. fundar bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 2. mars 2022.
"Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu. Með frumvarpi þessu er gengið gegn grundvallaratriði stjórnskipunar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum.
Verði þetta frumvarp að lögum mun það verða fordæmisgefandi og ógna sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga um ókomna tíð. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um lögvarið skipulagsvald sveitarfélaga.
Það skal skýrt tekið fram að Sveitarfélagið Vogar er ekki andvígt lagningu Suðurnesjalínu 2 og telur mikilvægt að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur áherslu á það sé að fara eftir þeirri umgjörð sem valkostagreiningin bauð upp á og vill að línan verði lögð í jörðu." Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 1. mars 2022, númer 202203011153115 AFBF, fyrnd þing- og sveitarsjóðsgjöld. Höfuðstóll 2.042 kr. og dráttarvextir 32.314 kr., samtals 34.356 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. febrúar 2022, varðandi meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Sambandið ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hefur sett á laggirnar verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfið" til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefninu er skipt í þrjá verkhluta. Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna þann 16. mars 2022.
Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 53/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)". Umsagnarfrestur er til og með 15.03.2022.
Byggðarráð fagnar þeim breytingum sem fram koma í frumvarpinu. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Tekið fyrir erindi frá útgerðarmönnum sem stundað hafa grásleppuveiðar síðustu ár og áratugi frá Skagafirði en áhersla þeirra er sú að veiðistýring á grásleppu fari fram með úthlutun aflahlutdeildar. Málið er jafnframt tengt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál á 152. löggjafarþingi 2021-2022, sem atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent út til umsagnar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að sú stýring sem verið hefur á grásleppuveiðum, með heildarafla og stöðvun veiða þegar þeim afla er náð, hefur ekki reynst farsæl og leitt til mikillar samkeppni um að ná sem mestum afla sem fyrst á veiðitímabili af ótta við stöðvun veiða. Þess konar stýring kann einnig að leiða til að ekki sé gætt fyllsta öryggis við veiðar og jafnframt er meiri hætta en ella á veiðarfæratjóni vegna veðurskilyrða.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að hvers kyns stýring á veiðum grásleppu verði byggð á vönduðum rannsóknum og áreiðanlegum gögnum um stofnstærð og að haft verði að leiðarljósi að sjálfbær nýting til framtíðar verði tryggð. Það er einnig mikilvægt að stýring stuðli að hagkvæmni veiða og að sjómenn geti skipulagt veiðar með tilliti til aðstæðna og hagkvæmni. Jafnframt er mikilvægt að veiðistýring verði með þeim hætti að hún hafi ekki óeðlileg áhrif á verðmyndun afurða. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1006 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. mars 2022 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem boðað er til 30. ársþings SSNV þann 1. apríl 2022 í Menningarhúsinu Miðgarði. Bókun fundar Afgreiðsla 1006. fundar byggðarráðs staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.