Fara í efni

Áskorun frá Svf. Vogum vegna Suðurnesjalínu 2

Málsnúmer 2203035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1006. fundur - 09.03.2022

Lögð fram svohljóðandi bókun 350. fundar bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga frá 2. mars 2022.
"Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu. Með frumvarpi þessu er gengið gegn grundvallaratriði stjórnskipunar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum.
Verði þetta frumvarp að lögum mun það verða fordæmisgefandi og ógna sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga um ókomna tíð. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga að standa vörð um lögvarið skipulagsvald sveitarfélaga.
Það skal skýrt tekið fram að Sveitarfélagið Vogar er ekki andvígt lagningu Suðurnesjalínu 2 og telur mikilvægt að auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur áherslu á það sé að fara eftir þeirri umgjörð sem valkostagreiningin bauð upp á og vill að línan verði lögð í jörðu."