Lestrarstefna
Málsnúmer 2203121
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 178. fundur - 30.03.2022
Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður setti sér lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing stefnunnar hefur gengið og framvindu hennar. Jafnframt er óskað eftir umfjöllun um önnur verkefni sem hvetja til enn frekari lesturs.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 179. fundur - 19.05.2022
Á fundi sínum þann 22.03. s.l. óskaði fræðslunefnd eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing lestrarstefnu Skagafjarðar hefur gengið og undið fram. Ákveðið var að efna til könnunar meðal starfsmanna þeirra skólastiga sem stefnan nær til. Niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir og fylgja í minnsblaði. Almennt telja starfsmenn að vel eða frekar vel hafi gengið að framfylgja lestrarstefnu í þeirra skólum. Þá má einnig geta þess að í innra mati grunnskólanna eru þættir lestrarstefnunnar reglulega metnir og jafnframt hafa spurningar um lestur komið fram í Skólapúlsi sem er árlegur spurningagrunnur á landsvísu. Þá má geta þess að í árlegri skimun grunnskólanna sem allir starfsmenn svara er jafnframt spurt um framgang lesturs. Fræðslunefnd hvetur til enn frekari umræðu um mikilvægi lesturs innan skólanna, meðal foreldra og hjá þeim aðilum í samfélaginu sem hafa tök á að efla lestur.