Fara í efni

Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 2203218

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Lagt fram bréf dagsett 24. mars 2022 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.