Fara í efni

Styrktarbeiðni Íslandsdeild Transparency International

Málsnúmer 2203229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Lagt fram bréf dagsett 22. mars 2022 frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Íslandsdeild Transparency International (TI-IS) var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæi - samtök gegn spillingu. Farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki rekstrargrundvöll deildarinnar með fjárframlagi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að leggja fram rekstrarstyrk.