Fara í efni

Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2203253

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1010. fundur - 04.04.2022

Lagt fram til kynningar ódagsett bréf til bæjar-/byggðarráða og framkvæmdastjóra sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 28. mars 2022 varðandi verkefnið Römpum upp Ísland. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 13. fundur - 27.04.2023

Römpum upp Ísland hópurinn hefur verið í sambandi við framkvæmdasvið Skagafjarðar. Gerðar hafa verið tillögur að verkefnum og er gert ráð fyrir að nokkrir staðir verði "rampaðir upp" í Skagafirði á komandi sumri. Tillögur að verkefnunum verða lagðar til kynningar á fundi í ráðgefandi hópi um aðgengismál sem haldinn verður 10. maí næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar komu átaksins til Skagafjarðar.