Fara í efni

Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum vegna tilfærslu Þjóðskrár Ísl til HMS (Fasteignaskrá)

Málsnúmer 2204037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1011. fundur - 13.04.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2022 frá innviðaráðuneyti. Innviðaráðuneytið birtir í samráðsgátt, til umsagnar, drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Umsagnarfrestur er 01.04.2022-11.04.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Byggðarráð fagnar þeim breytingum sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir.