Reglur um Byggðakvóta
Málsnúmer 2204078
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 98. fundur - 13.04.2022
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um breytingar á reglum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 líkt og undanfarin ár. Markmið með breytingunum var að fiskiskipum sé heimilt að landa afla sínum hvar sem er innan sveitarfélagsins. Fengust breytingar á reglugerðinni og er ákvæði 1. málsl. 1.mgr. 6.gr. reglugerðarinnar nú: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan sveitarfélagsins". Komið hefur í ljós að úthlutun byggðakvóta er ekki í samræmi við ætlun sveitarfélagsins um að heimilt sé að landa afla hvar sem er innan sveitarfélagsins. Ljóst er að einnig þarf að breyta orðalagi í 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta þar sem orðið byggðarlag verður sveitarfélag fyrir næstu úthlutun. Gagnrýna má stuttan kærufrest og litlar leiðbeiningar frá Fiskistofu og ráðuneyti til umsækjenda um kvóta.