Miðbæjarkjarni á Sauðárkróki. Tillaga umhverfis og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki
Málsnúmer 2204079
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1013. fundur - 04.05.2022
Lögð fram svo hljóðandi bókun 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 13. apríl 2022:
"Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar."
Byggðarráð fagnar og samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd.
"Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar."
Byggðarráð fagnar og samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar.